Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Síða 26
20
Aldahvörf.
ÍÐUNN
heila. Hím samþýðist frelsi andans og yffrráðum hans.
Ef vitundin er hið frumlega (primære), |)á þarf hún
eigi að deyja, þótt heilinn leysist sundur.
Nú er talið þrent: óvissulögin, er setja takmörk
rannsóknum manna inn í smáheiminn, sveigjanleiki
eðlislaganna, og loks fullkominn skilningsskortur vor
á j)ví, sem gerist í edndum efnisins. Þetta alt knýr fram
j)á ályktun, að vér séum horfnir frá eölisfræðinni
(physicen) og yfir í háspekina (metaphysicen) og að
vér stöndmn ú pröskuldi nýs heims, andleys edlis. Aö
formii til |)ekkja menn lög þau, sem efniseindin lýtur.
Menn geta ritað j)eim formála, og menn geta staðfest
gildi jreirra með nákvæmúm tilraunum, en efniseind-
ina sjálfa og það, sem gerist j)ar, getum vér alls eigi
sett oss fyrir sjónir. Efniseindin hefir aö baki sér
ósýnilegan dularheim.
Hvað segja ])á eðlisfræðingar vorra tíma um allar
Jæssar niðurstöður? Flestir urðu, sem búast mátti
vi,ð, talsvert gramir, einkuin út af hvarfi efnisins, én
mestu hugsuðír jreirra, svo sem Einstein, Eddington og
Bohr, létu í ljós, að jressu hefðu þeir búist við. Bohr
sagöi fyrir, hvað verða myndi, j)egar á árinu 1925.
Nú er J>að alt komið fram. Eðlisfræðingar verða, sagði
hann, að vera við j>ví búnir, að ókleift verði að setja
sér fyrir sjónir efniseindina og gera sér hana skiljan-
lega. Eddington, sem nefna rná samtímis Einstein, hefir
verið ljós í máli og dregiö rökréttar ályktanir út af
hinni nýju kenningu. Hann segir svo meðal annars:
Efniseindin nýja færir oss heim sanninn um, að á
bak við j>að, sem nefnist dautt efni, rísi eitthvað ój>ekt
og andlegt. Hversu ber að taka því? Athugum sjálfa
oss. Hingað til hafa eðlisvisindin sagt: Vér getum