Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Blaðsíða 27
IÐUNN
Aldahvörf.
21
skilið hið líkamlega, sem á sér stað í heila manna,
en. hiö andlega skiljum vér ekki. Margir hafa þv.í neitað
tilvist þess. Þetta er öfugt, s,egir Eddington. Ef nokkuð
er til, svo örugt sé, þá er það hugsun vor. Hið eina
óvggjandi í tilverunni er vitund vor. Því iná álykta:
í heimi þeim, er vér nefnum heila manna, höfum vér
annan heim að baksýn. Þar er vort hálfa líf. Hann er
hinn sanni, eðlilegi heimur. Vitundin í sjálfum oss er
hið fyrsta, örugga, augljósa, en alt, sem er líkam'.egt,
I)að er ráðgáta mun meiri. Líkaminn er dularfyUri en
sálin sjálf.
Eðlisvísindi vorra daga eru því mjög einkennilega á
vegi stödd. Stutt er síðan flestir hugðu: Takiist að eins
að brjóta hlið á múra efnisins, þá er komið í fyiirheitiö
land. Efnið var sem þykkur múr, sem nauðsyn bar til
að meitla í sundur. Og vissulega tókst þaö, en mönnum
brá í brún: Múrinn hvarf um leið. Hann haföi verið
ímyndun ein. Að baki þessum skugga lá að vísu hið
sanna og algilda. Þar var Ijósið, sem skein í myrkrinu,
cn mennirnir meðtóku ekki. Það var alt af öðrum heimi,
°g þó af. sama heimi og vitund sjálfra vor.
Hugsum oss, að vér lítum ofan í brunn, þar sem vér
væntum að finna sannleikann, segir franski stjörnufræð-
bigurinn Nordmann. Hvað gefst þar að líta, nema sjálfa
oss j skuggsjá. Svo er í sannleika dramb og fávisi að
fullyrða það, að ekkert sé til í veröldinni, nema það
sem skilið verður. Alt er að lokum óskilj,anlegt. Ö.skilj-
anleg viðfangsefni veröa fyrir oss undir eins, er vér
könnum nokkuð til hlítar það, sem vér skynjum þó
utilliliðalaust, sem sé efnið. Menn hafa rannsakað það
Jueð nákvæmustu vogum og mælitækjum, sem hugvitiö
eitt og sniilin gat gert. Afleiðingin er sú, sem áður er
sagt, að efnið er rakið upp í ekki neitt, seni efni getur