Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Blaðsíða 98
92
Bækur 1930.
iðunn:
hafi ofurást á slikum strikum. En ég vil vona, að þessi höf.
komi aftur að ári, og verði þá tvíelleftur.
Þá hefir Stanley Melax gefið út fjórar smásögur undir
samnefninu Einbúar. Sami höf. gaf úi fyrir nokkrum ár-
um P r j cí r g a m a nsö g u r, sem ekki voru sendar Ið-
'unni fyr en nú. 1 þeirri bók var að minsta kosti ein sagan
— „Finna fjósakona" — eftirtektar verð, þótt tæplega gæti
hún kallast gamansaga. Ekkert í þessari nýju bók stendur
Finnu á sporði. Einna bezt held ég að sé fyrsta sagan, af
Sigmundi Greipssyni, einrænum karli og hranalegum, sem
hefir orðið fyrir óláni í ástamálum, en sýnir það áður en
lýkur, að til eru í honum góðar taugar. Yfirleitt eru þessar
sögur ákaflega „velmeintar", en pað eitt nægir ekki til að
gera þær að skáldskap. Þessi höf. ætti helzt að loka prest-
inn inni í klæðaskápnum, þegar hann er að skrifa sögur-
Það er slæmur predikunartónn sums staðar í þessari síð-
ustu bók hans, en það voru Gamansögurnar lausar við.
Skáldkonan Huldu hefir gefið út ellefu æfintýri: Bardu
m i g ii p p til sk // / a — með f jölda af góðum teikningum,,
sem ekki verður séð, hver hefir gert. Um þessa bók skal
ég varast að segja nokkuð, hvorki til lasts né lofs. Það
þyrfti meira en meðal-fúlmensku til þess að reiða hnúta-
svipu gagnrýninnar að þessum gullfallegu, hárómantísku
og dauðmeinlausu æfintýrum, sem eru svo fjarlæg hinu
stríðandi og stritandi lifi dagsins í dag, að lesandinn oft
og einatt hyggur sig horfinn upp á eitt af tunglum Júpíters.
Stúlkubörn hafa sennilega gaman af að lesa þau, en livergi
er þess getið sérstaklega, að þau séu börnum ætluð.
Af þýddum skáldsögum hefir Menningarsjóður gefið út
eina — Pierre Loti: Á I s l a n d s m id u m. Vekur það
nokkra undrun, að þá er Menningarsjóður réðst i að gefa
út erlent skáldrit, skyldi fyrst verða fyrir valinu hálfrar
aldar gömul bók, sem að listrænum vinnubrögðum er vitan-
lega orðin nokkuð úrelt, þótt ýmislegt kunni að vera vel
uin hana. Islandi kemur hún lítið við, nema að nafninu einu.
Væri óskandi, ef Menningarsjóður ætlar að halda áfram út-
gáfum erlendra skáldrita, en á því væri hin brýnasta þörf,
að þá yrði valið úr því bezta, sem skrifað er mi á dögum.
Væri t. d. ekki úr vegi að gefa íslenzkum lesendum kost á
að kynnast einhverjum af Nobelsverðlaunahöfundum síð-