Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Blaðsíða 40
34
Islenzk kirkja og trúarbrögð.
ÍÐUNN
smánarl-egur dauðdagi hins gu'ðlega ribbalda var hlökk-
unarefni hennar, og henni var ánægja að geyma í minn-
ingunni, að æðstu helgidómar kirkjunnar voru svívirtir
í sambandi við breystiverkið.
Öll merki benda á pað, að tslendingar hafi verið
framúrsikarandi tómlátir menn í trúarefnum, og prestar
Igi síður en al])ýða. Siðustu aldirnar hefir bjóðin átt
að heita lútersk, og menn hafa kunnað upp á sínar tiu
fingur, í hvaða atriðum katólska kirkjan færi nreð
villutrú, og að lúterskan væri hinn eini sanni kristin-
dómur. En ekk.i hefir fögnuður pjóðarinnar yfir pví,
að veitast náð sú, að hljóta pannig uppfræðslu í hinum
eina sanna kristindómi, verið dýpri en pað, aö síðasti
forvörður hinnar villukendu katólsku verður helzti dýr-
l.ingur hennar, frá fyrstu tíð til pessa dags, en braut-
ryðjandi lúterskunnar — Gissur Einarsson verður
að hálfgerðu ómenni í augum hennar, par til söguvís-
indi 20. aldar eru að Leiða pað í ljós, að hann muni
hafa verið eitt af mestu mikilmennum pjóðarinnar.
Þjúðin gerði sér pess merkilega skýra grein, að í peim
átökum var um stjórnmálabaráttu að ræða, en leit
alls ekk.i á pau neinuin trúaraugum. Enda fer pað
ekki milli mála, að pessi pjóöhetja, sem sat á biskups-
stöl.i Norðurlands, var enginn trúarinnar hermaður,
heldur víkinglundaður smákonungur, sem bauð öllu
ofurefli byrginn metnaðar- og drottnunargjðrn frelsis-
hetja lítillar pjóðar. Þegar hann endurreisir klaustrið í
Viðey, pá er honum pað ekki skapi næst að yrkja.
lofkvæði um Maríu mey, heldur kveöur hánn níðvísur
um Danskinn. Og á aftökustaðnum er ekki efst í huga
hans fögnuðurinn yfir pví að fá að úthella blóði sínu
í pjónustu hinnar heilögu katólsku kirkju, heldur sár-
indi yíir pví að dæmast af „danskri slekt“.