Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Blaðsíða 56
50
Hvað veldur kreppunni?
iðunn
nátengdir viðgangi atvinnulífsins, og nú er auösjáan-
lega hvergi þörf á fjármagni til nýrra fyrirta'kja; síður
en svo. Til þess að fjármagn það, er nú safnast fyrir,
geri ekki skaða, þarf að binda það í vegagerðum, járn-
brautum, virkjun vatnsfalla o. s. frv. Því þarf yfirleitt.
að verja á þann hátt, að það leiði til skjótra umbóta
á lífskjöruin mannanna meö því að draga úr atvinnu-
leysinu og auka kaupgetuna, en án þess að það hafi í
för með sér aukningu á framleiðslunni, fyr en þá
seinna meir. Enn freniur ættu ríkisstjórnirnar á tímum
eins og þessum, þegar vöruverð og vextir lækka með
degi hverjum, að taka lán til þess að flýta fyrir fram-
kvæmdum eins og þeim, er nefndar voru, í stað þess
að vera að streitast við að afborga skuldir. Þá rausn
geta þær að eins leyft sér á uppgangstímum.
Aukin framleiðsla hefir enga sölumöguleika nema
því að eins, að lífskjör fólksins batni. Á móti þessu
viðskiftalögmáli er brotið nú á tímum, svo að beinn
háski stendur af. Þar sem kaupmáttur þeirra, er laun
taka fyrir vinnu sína, ræður mestu um það, hvort vör-
urnar ganga út eða ekki, er hér einungis um tvær
leiðir að ræða. Annaðhvort verður aö koma á sjálf-
virkri hækkun vinnulaunanna i sama hlutíalli og fram-
leiðslan á hvern vinnandi mann eykst (eins og nú
stendur myndi sú hækkun nema 3—4°/o árlega) eða að
láta vöruverðið falla svo, að kaupmáttur fólksins —
þrátt fyrir óbreytt eða lækkað kaup, atvinnuleysi o. s.
frv. — verði samt sem áður þess megnugur að taka á
móti hinni auknu framleiðslu. Svo virðist, sem vér höf-
um nú valið þessa síðar nefndu leið. Á einu ári hefir
vöruverð lækkað um 14o/o, án þess að vinnulaunin hafi
lækkað að sama skapi. Með því ættu þá að vera sköpuð
skilyrði fyrir aukinni kaupgetu og eyðslu.