Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Blaðsíða 96
■90
Bækur 1930.
IÐUNN
geta ort eins vel, og hitt þó enn meiri furða, að liann
skuli vera að gefa þau út. —
Án tilefnis af ]>ví, sem skrifað er hér að framan, verð ég
að skjóla inn örstuttri athugasemd, jafnvel þótt ég eigi á
hættu að baka mér reiði allra ljóðasmiða í landinu. Ég er
hræddur um að íslenzk ljóðlist sé á góðum vegi að verða
sumpart að handiðn, sumpart að liégómaföndri; Pað er ort
feiknin öll í landinu. Að öllum ritstjórum blaða og tímarita
—1 peim, er ég hefi spurnir af — drífa ljóðahandritin hvað-
anæva, frá ungum mönnum (og eldri), flestum alóþektum
— ljóð, sem virðast gerð í þeim tilgangi einum að l/r/cja.
Sumt af þessu er nú ekkert annað en ambögur og glórulaus
vitleysa. En langmestur hluti hins, sem að formi til ætti að
vera nokkurn veginn boðlegt, verður ekki skýrgreint á
annan hátt betur en með því að segja, að það sé ljóðrænn
vaðall um ekki neitt. Petta veri sagt til réttlætingar rit-
stjórunum, sem stundum þykja ógestrisnir, og til viðvörunar
skáldunum. Kæru ungu skáld! Hafið meðaumkun með okkur
ritstjóragörmunum! Munið, að við erum ekki nema menn,
-og getum ekki lifað á mánaskins-lyrik einni saman!
II. SÖGUR OG LEIKRIT.
Af skáldsögum hafa ekki svo fá bindi komið út á árinu,
•en um flest af því á við hið fornkveðna: Iítilla sanda, iít-
illa sæva. tslenzkir prósa-rithöfundar dunda flestir við að
skrifa meira og minna ómerkilegar smásögur. Fáir hafa þor
til að ráðast á stærri verkefni. Veldur þar sjálfsagt miklu
um, að ritstörfin eru þeim hjáverk og skilyrði öll hin erf-
iðustu, en eigi að síður hygg ég það sannast sagna, að hér
bresti nokkuð á listrænan stórhug. — Langmerkasta bókin
af þessu tæi á liðnu ári er Skálholt Guðmunclar Kamb-
ans. Skal ekki farið um hana mörgum orðum, þar eð henn-
ar var allrækilega getið í síðasta hefti Iðunnar. En þar
var lagður á hana nokkuð sérstakur mælikvarði, sem lítt
hefir tíðkast að leggja á skáldrit hér á landi. Það sjónar-
mið á að vísu fullan rétt á að fá að koma frain, en hitt
skal játað, að vegna nýstárleiks hefir dómur sá fengið á
sig nokkurn blæ einhæfni og ósanngirni í augum margra
lesenda. Sannleikurinn er, að bók Kambans er líklega eina
skáldrit ársins í þessum fiokki, er telja má hlutgengt á