Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Blaðsíða 60
54
Hvað veldur kreppunni?
IÐUNN
borgunum. Með [)eim hætti eyddi fólkið einnig ókomn-
um tekjum sínum, sem að vísu ávalt er háskabraut aö
hætta sér út á. Þegar alls þessa er gætt, er ástæða til
að ætla, að eyðslan hafi fylgt framleiðslunni í hælana
alt fram að árinu 1929. En frá febr. þ. á. til júní s. á.
óx framleiðslumagniö um meira en 8%, en launafúlgan
bara um l«/o. Nú byrjuðu vandræðin með að koma vör-
unum út. Verðfallið hófst. 1 New-York féll heildsölu-
vísitalan úr 141 niður í 136; hið bjartsýna traust á
framtíðinni var horfið, og hrunið kom.
Fullkomnari vinnuaðferðir, hraövirkari tæki, fullnýt-
ing allrar orku — alt er þetta vafalaust til blessunar
fyrir manhkyniö, ef rétt er á haldið. En það snýst upp
í jafn-ótvíræða bölvun, ef ekki er séð fyrir þvi, að
kaupgeta almennings vaxi nokkum veginn í réttu hlut-
falli við aukningu framleiðslunnar á hvern vinnandi
mann. Eins og áður er vikið að, eru sölumöguleikar hér
um bil hverrar vöru sein er aðallega undir því komn-
ir, að allur fjöldinn geti keypt. I Bandarikjum Noröur-
Ameriku búa um 120 milljónir manna, eða ca. 7°/o af
mannkyninu. Þessi 7‘>/o torga ekki minna en 43°/« af
kaffiframleiðslu heimsins, 53°'o af tinframleiðslunni,
56°/o af gúmmíframleiðsJunni, 21% af sykurframleiðsl-
unni, 72o;o af silkifrainleiðslunni, 47% af koparfram-
leiðslunni o. s. frv. Af þeim 34 milljónum bifreiöa, sem
til eru í heiminum, eru 25 milljónir skrásettar í Banda-
ríkjunum. Orsök alls þessa er að finna í þeirri stað-
reynd, að í Bandarikjunum eru vinnulaunin og meö
þeim kaupgeta almennings — 3—4 sinnum hærri en í
Evrópu og 10 sinnum hærri en í Asíu. Jafnvel bifreiðar
og ódýrari tegundir gimsteina kaupa „verkamenn" þar
vestra, og það í slíkum mæli, að þessar iðngreinir
myndu fá alvarlegan skell, ef vinnulaunin skyldu þar