Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Blaðsíða 90
84
Aldurinn hennar Stínu.
IÐUNN
Hún fór að lesa fyrir hann bænirnar og versin:
„Ó! Jesú bróðir bezti
vor barnavánur mesti.
Æ! breið f>ú blessun þína
á barnæskuna mína“ o. s. frv.
„Þetta er fallegt," sagði Pétur litli. Og eftir litla
stund var hann sofnaður. Hann brosti í svefniinum gegn
um tárin.
Móðirin lagði hann í rúmiö hennar Stínu á meðan
hún bjó um hann. Svo færði hún hann í rúmið sitt.
Tók síðan sokkana hans og stoppaði í götin á hælunum
á þeim. Síðan háttaði hún. Klukkan var orðin ellefu.
Sýning hlaut að vera búin fyrir hálfri stundu.
Hún fór að hugsa um líf sitt og stríð, um vonbrigðin
og fátæktina. Við pá von hafði hún iifað, að Stína
myndi létta henni byrðina, þegar hún kæmist á þennan
aldur. En þá kom þetta óhapp, að hún Lagðist í xúmið
og mátti svo ekkert á sig reyna, guð vissi hve lengi-.
Hún hugsaði um næsta dag, hvað hann rnyndi færa
henni af erfiðleikum og andstreymi.
Hún kveiö fyrir morgninum. Loksins sofnaði hún.
Henni fanst hún vera orðin ung og frísk og kát. Hún
flaug stað úr stað, létt eins og lauf í vindi. Hún sá
fjölda af fólki. Allir voru glaðir og ánægðir. Alt var á
fleygiferð, og alt af bar nýjar og nýjar rnyndir fyrir
augun. — En hvað lífið var yndislegt og bjart.
Loksins fanist henni að hún þekkja staðinn, sem hún
var stödd á. Það var áreiðanlegt. Hún var stödd í s-ain-
komuhúsinu. Alt var fult af fólki. Allir kepptust um að
ná aðgöngumiðunum sem fyrst.
Hún tróð sér gegnum þyrpinguna og keypti sér miða.
Svo leið hún upp stigann og inn í salinn. Þar var
margt fólk í sætunum og fjöldi á ferð fram og aftur.