Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Síða 30
ihunn;
íslenzk kirkja og trúarbrögð.
Síðast liðinn vetur ritaði ég í tímaritið „Straumar"
ofurlítinn greinarstúf, er ég nefndi: „Jafnaðarstefna og
trúarbrögð“. Grein sú — og einnig sumt annað, er ég
hefi skrifað — hefir vakið ýmsar undrunarfullar spurn-
ingar um afstöðu mína til trúarbragða og til embættis
míns, og vil ég nú leitast við að gera mönnum skiljan-
legt, hvemig þeirri afstöðu er háttað. t „Strauma“-grein
minni lýsti ég því yfir, að starf mitt í prestsembætti
hefði einkum legið i niöurrifi á sviði trúarbragðanna.
Nú vil ég gera þess enn skýrari grein, hvernig and-
stöðu minni gegn trúarbrögðum er háttað, hve vítt hún
grípur og á hvern hátt ég rækii hana sem meginþátt
embættisstarfa minna í þjónustu kirkjunnar.
I.
í byrjun málsins sé ég nauðsyn að gera þess i skýra
grein, hvaða merkingu ég legg í orðið „trúarbrögð“.
Það brennur allvíða við, og er ekkert óeðlilegt, að
orð yfir hugtök á trúmálasviðinu fái óákveðna og
breiöa merkingu hjá öllum fjölda manna, þvi að á
kjarni sannleikans. Segja má um sannleik þenna: Því
meira sem hann breytist, því meira líkist hann sjálf-
um sér.
(Að efni til samkvæmt: Thorstein Vereide, De to Verdener,
Naturen, marz 1930.
Ásgeir Magnússon.