Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Síða 34
28
Islenzk kirkja og trúarbrögð.
iðunn:
in berjast á móti, ofsækja og kveða niður, ef máttur
leyfir. Fyrir mátt hrifni og tilbeiðslu nýrra sanninda og
báleitra hugsjóna hafa stórmennin á sviði andagiftar
'g uppgötvana verib færir um að standa gegn ofsókn-
um trúarbragðanna, brjóta skörð í skoðanir peirra og
þar með kippa undan peim jreirri meginstoð, sem öll
trúarbrögð hvíla á — kenningunni um það, að þau séu
óskeikul.
Að jressum athugunum loknum Jeyfi ég mér þá af
nýju að draga fram í fám orðum, hvað ég skil við
orðiö trúarbrögð. Trúarbrögö er fastmótað kenninga-
: rfi og í sambandi við jtað fyrirskipanir um ákveðna
helgisiði. Grundvallaratriði allra trúarbragða er sú
vennisetning, að kenningar jteirra séu frá guði og þau
því óskeikul í hvívetna. Og þau hafa alt það að flytja,
sem mönnunum er leyfilegt að vita. Fjandskap við sig
skoða þau því sérhverja nýja uppgötvun og sérhverja
þá kenningu, sem kemur í bág við einhverja kennisetn-
ingu þeirra.
II.
Mér hefir verið á jtaö bent, aö jrað kenni mikillar
ósamkvæmni hjá mér, að ég skuli vera þjónn trúar-
bragðafélags og jafnframt lýsa því yfir, aö í starfi jnínu
legg'i ég einkum stund á að, rífa niður trúarbrögð. Og
nú kem ég að þungamiðju j>essa máls.
Ég lít svo á, að kirkja íslands sé ekki trúarbragða-
félag, og nú er um það barist, hvort hún á að verða
það í framtíðinni eða ekki.
Nú heyri ég fjöldamarga spyrja: Er kristindómurinn
þá ekki trúarbrögð? Jú; sannarlega er kristindómurinn
trúarbrögð. En eins og nú er komið málum, þá þindur
íslenzk kirkja sig alls ekki við að kenna kristindóm.