Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Side 35
ilÐUNN
íslenzk kirkja og trúarbrögð.
29
og óhætt er að fullyrða, að |>að er ekki nema öriítill
hluti presta, sem kennir hann, og ef til vill enginn.
Þetta er atriði, sem flestum sést yfir, og i eyrum fjöld-
ans 'mun |>að hljóma sem erkivitleysa. En að [>essari
staðhæfingu minhi vil ég nú leiða rök, og skulum við
nú athuga málið rökfast og rólega.
Fyrst skuium við gera okkur grein fyrir [>ví, hverjar
eru höfuðkenningar kristindómsins. Þar ber fyrst að
nefna friðþægingarkenninguna. Rök Jreirrar kenningar
eru á þessa leið: Mennirnir voru allir syndugir, og
sökum hins eilífa réttlætis hins algóða og almáttuga
guðs var hlutskifti Syndarans eilíf glötun. En guðs
sonur, Jesús Kristur, fórnaði sér fyrir syndugt mann-
kyn, dó fyrir ]>að til þess að fullnægja hegningarákvæði
hins eilífa réttlætis og ávinna mönnunum eilífa sælu.
Og sú sæla varð hlutskifti hvers [>ess, er í trú á guð
föður og lians einkason vildi tileinka sér [>essa náð.
Þetta er höfuðkenning kristindómsins. Aðrar höfu
kennisetningar eru |>ær, að Jesús hafi veriö getinn a
heilögum anda, að guð sé bæði einn og príeinn, að
annars heims skiftist alt mannkyn í tvo aðgreinda
flokka, og njóti annar eilífrar sælu, en hinn eilífra
kvala. Aftur á ínóti er hitt allmjög á reiki, hvort þetta
eilífðarinnar hlutskifti taki við þegar eftir líkamsdauð-
ann, eða að þá taki við raunir í hreinsunareldinum eða
svefn í gröfunum, [>ar til við lok þessarar veraldar, að
allir líkamirnir rísi upp og hlýði á sinn dóm.
Þetta eru nokkrar höfuðkenningar kristindómsins, og
viðurkenning þeirra er skilyrði fyrir því að vera kristinn
niaður og verða aðnjótandi þeirrar sælu, sem honum er
fyrirbúin, auk þess að láta skirast og meðtaka heilagt
altarissakramenti.
En nú segja sumir: 5 'on i var kristindómurinn. E1