Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Page 37
IÐUNN
tslenzk kirkja og trúarbrögð.
3i
sterka menningu, sem var í hreinna samræmi við lyndis-
einkunnir þeirra en menning sú, er kristindómurinn
flytur. Hinar fornísienzku bókmentir, sögurnar af for-
feðrum þjó'ðarinnar og frumburðum hennar, sögurnar af
hetjunum og riddurunum, sem mótast höfðu og lifaö í
anda þeirrar lífsskoðunar, sem Ásatrúin ól, spunnu
veigamesta þáttinn í uppeldi þjóðarinnar um flestar
— ef ekki allar — undanfarnar aldir. Einhverja stund
af degi hverjum helgaði æskumaðurinn helgivenjum
kristindómsins. Nokkrar mínútur á hverju kvöldi hlýddi
hann lestrL og söng, sem sprottinn var upp af lífs-
skoðunum kristindómsins og hugarstefnu. En allar aðrar
stundir kvöldsins hlýddi hann á sögur af hetjum forn-
aldar, sem opinberuðu í lífi sínu lúna heiðnu lífsskoð-
un. Og húsilestrinum hlýddi æskumaðurinn til þess að
rækja skyldu, sem oft var ógeðfeld, og lesturinn fór
inn um annað eyrað og út um hitt, en riddarasögurnar
og rimurnar voru honum nautn, sem hami drakk með
áfergju. Væri taugakerfi í slappara lagi, pá gat þaö
komið fyrir, að kristindómurinn setti mót sitt á líf
dagdraumanna gegnum ótta við skelfingar glötunarinn-
ar. En væri æskan óbuguð, þá voru dagdraumarnir
mótaðir af sögunum um riddarana og fornhetjurnar.
Skarphéðinn í eldinum, með glottiö á vörunum og hlát-
úr í hjartanu, af því að hann vissi, að sín myndi hefnt
veröa, var skýrari mynd fyrir hugarsjónum æskumanns-
ins íslenzka en Stefán píslarvottur, sem hröklaðist á
hnjánum undan grjótkastinu, með bæn fyrir óvinurn
sínum. Heilög Birgitta og Katarína voru aö mestu ó-
hektar þjóöinni, en Bergþóra, Hallgeröur og Guðrún
Ósvífursdóttir iifðu í hvers manns huga. Hvergi ergetið
um þrá eftir að bera sáraför Krists, en aö hafa beinserk
eins og Göngu-Hrólfur, sem ekki gat beygt sig niður