Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Side 38
32
Islenzk kirkja og trúarbrögð.
IÐUNN
að konungsfætinum til að kyssa hann, og geta hleypt
brúnum eins og Egill, [)að var nær því að vera merki
þess manngildis, sem næst stóð hugsjón þjóðarinnar.
Sund Grettis úr Drangey og hlaup Skarphéðins yfir
Markarfljót vakti meiri hrifni á sviði íþróttalífsins en
ganga Jesú á vatninu. Hamfarir Gríms Ægis í líki alls
konar kvikinda, svo að hann fór jafnt í jörðu og á,
vöktu meiri athygli en pegar andi drottins hreif Fil-
ippus trúboða af eyöimörkinni og smelti honum niður
í borgina Asdód. Harmsagan af Gretti —- hvernig hann
saklaus var hrjáður og ofsóttur, risti ekki grynnri
rúni,r i hjörtu pjóðarinnar en píningarsaga Jesú, dráp
Önguls vakti. meiri gleði en henging Júdasar, vörn 111-
uga þótti meira afrek heldur en þegar Pétur stýfði eyr-
að af hermanninum í grasgarðinum, hlátur Illuga í
Drangey vakti dýpri fögnuð í hjörtunum en grátur
Péturs í hallargarðinum. Drangey þótti merkilegri sögu-
staður en Jerúsalem.
Katólski presturinn, lsLendingurinn Jón Sveinsson,
kom hingað að Saurbæ í sumar. Hann tók sonu mína
tali og fór að leita að hugðarefnum þeirra. Hann fór
að spyrja [)á um Gretti, Skarphéðin og Gunnar á Hlíö-
arenda, en ko<m þar að galtómum kofum. Þá spurði
hann mig, hvort ég héldi ekki lslendingasögunum aö
sonum mínum, og svaraði ég því, að það hefði ég reynt
að gera, en þeir væru alveg ófáanlegir til að lesa þær.
Hann kvað það vera mjög alvarlegt mál, hve uppvax-
andi kynslóö væri frábitin fornbókmentum þjóðarinnar.
Með því hyrfu þau uppeldisáhrifin, sem mikilsverðust
hefðu verið íslenzku þjóðinni.
Þama sá ég merkilegt dæmi þess, hve heiðnin hefir
átt miklu sterkari rætur í sálarlífi þjóðarinnar <en krist-
indómurinn. Jafnvel katólskum presti dettur ekki í hug