Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Síða 44
38
Islenzk kirkja og trúarbrögð.
IÐUNN
pœstastétt. En í nafní fræðimenskunnar hafði niðurrif
'rúarsetninganna farið fram. Greinilegar var ekki hægt
ð slá pví föstu, að kirkjunni væri í framtíðinni ætlað
jiað hlutverk að vera fræðslu- og menta-stofnun, en
ekki vökukona yfir gömlum og steinrunnum trúarsetn-
ingum. Og nú hefir íslenzka prestastéttin á síðustu árum
og áratugum boðað hinar frábrigðiiegustu kenningar og
svo andstæðar sem austrið er vestrinu, pví að hver hefir
hoðað það, sem hann hefir talið sig sannarst vita.
Nokkur hluti þjóðarinnar hefir alt af verið í andstöðu
við Jietta niðurrif trúarbragðanna og barist fast fyrir
því, að kirkjan starfaði áfram á hinum eina sanna
kristilega grundvelli á grundvelli óskeikulleika
þeirra kenninga, sem einkent hafa kristindóminn öld-
um saman. Þeir hafa nefnt íslenzku kirkjuna dæma-
lausa kirkju og með fullum rétti. Þeir hafa litið á
sjálfa sig sem forsvarsmenn kristindómsins. Sumum
frjálslyndum mönnum hefir fundist í því kenna meiri
ofmetnaðar en samboðið sé kristilegu lítillæti. En þeir
hafa alveg rétt fyrir sér. „Bjarmi“ Ástvaldar Gislason-
ar er aðalmálgagn kristindómsins hér á landi. Hann
ætti að heita „Kvöldbjarmi“, enda ber hann það með
sér, að hann er málgagn deyjandi stefnu. Ritháttinn
einkennir mest andlaus geðvonzka og illkvitnislegt
nöldur í garð andstæðinga, en hvergi vottar fyrir
andríki og lífsfögnuði hins gróandi lífs.
IV.
Ég þykist nú hafa bent á nokkrar líkur fyrir því,
að trúarbrögö hafi alt af átt fremur lítil ítök í hugum
Xslendinga, og enn fremur að kenningakerfi kristninn-
ar sé nú útdauða í brjöstum alls fjölda nianna, og því
beri að líta á kristindöminn sem deyjandi lífsstefnu. Ég