Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Side 63
ÐUNN
Hvað veldur kreppunni?
57
um hagsæltl mannkynsins yfirleitt er enginn greiði ger
með ]rví að skamta vinnulaunin svo úr hnefa, að hin
vinnandi stétt geti að eins dregið fram lífið. Ástandið
í Asíu sannar oss ]rað meðal annars.
Tollpólitíkin gæti verið meðal til varnar miöur heið-
arfegri samkeppni pjóða milli, ef tollreglurnar væri að
nokkuru miðaðar við kaupgjaldið í því landi, er fram-
leiddi hinar tollskyldu vörur. Amerikumenn stigu ný-
lega spor í þessa átt, þegar (reir bönnuöu innflutning á
vörum, sem framleiddar eru af föngum eða öðrum
ófrjálsum mönnum. Næsta skrefið gæti orðið, að þeir
legðu hærri tolla á t. d. franskar og sæmskar vörur en
á brezkar og norskar.
Herópið gamla um að auka vinnuna og takmarka
eyðsluna er úr gildi gengið eins og stendur. Vera má,
að þetta hljómi eins og fjarstæða, en í ráun og veru
heimtar próunin á þessu stigi málsins alt aðrar að-
gerðir. Hún heimtar styttan vinnutíma og aukna eyðslu.
Um aðrar leiðir er ekki að velja, ef árangur hinna vís-
indalegu vinnubragða á ekki að verða aukið atvinnu-
leysi og eymd. Að öðrum kosti verður ekki mögulegt
að koma í ló þeirri hraðvaxandi framleiðslu, sem auð-
söfnun og vinnuvísindi í sameiningu hafa skapaö skil-
yrðin fyrir. Henry Ford, sem heldur |rví fram, að vér
séum að nálgast 6 stunda vinnudaginn og 5 daga vinnu-
vikuna, verður að öllum líkindum sannspár.
En þessari stytting vinnutíma og hækkun vinuulauna,
sem atvinnulífið þarfnast til þess að aftur geti orðið
jafnvægi á milli framleiðslu og eyðslu, verður naumast
íram komið, á meðan haldið er fast í kredduna um
hina frjálsu samkeppni. Enginn sér sér fært ab byrja!
Uað er yfirleitt ekki að hugsa til ab koma þessu í fram-
kvæmd, nema annað hvort með samþjóðlegum laga-