Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Síða 68
62
Góðir gfrannar.
IÐUNNV
Ne-ei . . . fyrir þann, sem ver'öur að kaupa af
öðrum hverja spítu í eldinn, enda þótt hann eigi kann-
ske litla matbjörg í búrinu . . . er það ekki gaman,.
. . . en þú sér nú um þig, Lassi . . . þú gefur nú ekki
vitið úr þér fyrir . . . viðinn, sem þú . . . nærð í.
Orðin komu æfinlega með löngum millibilum, þegar
Andrés vildi vera meiniegur.
— Hefirðu keypt hann af mér . . . þenna við . . . ha ?
Hann brosti gleitt.
Ef þú ert kominn hingaö til þess að drótta að mér
óknyttum, þá skaltu eiga mig á fæti — skilurðu það,
bóndanirfill? Viðurinn minn kemur þér ekkert við.
Lárus var hárauður í framan og krepti hnefana um
axarskaftið, svo að brast í liðunum undir kálfskinns-
vetlingnum.
— Svo-o, sagði Andrés. Hann skyldi ekki koma
mér neitt við, viðurinn sá arna . . . það getum við nú
spjallað um!
Nú öskraði Lárus:
- Fjandinn ríði þér og reksi, mannkvikindi! Ef það
er meiningin að vera með ótuktarskap, þá skaltu fá að
kenna á spítu . . . á minni spítu . . . því mín er húu
. . . rétt upp í bölvað reftrýnið á þér.
— Svo-o! — Það hefirðu hugsað þér! — Svo-o?
— Það hef ég hugsað mér, já. — Einmitt það.
Báðjir voru þeir rauðglóandi í framan, og gufumekk-
irnir stóðu fram úr túlunum á þeim eins og frá tveirn,
eimvélum. Hvorugur fann til kuldans. Það var eins og
loftið snarkaði umhverfis þá.
Andrés byrjaði aftur:
— Það eru annars ljótu buliumar, sem þú hefir á
fótunum, Lassa-tetur. Þú ættir að vera ... ofurlítið var-