Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Side 74
68
Góðir grannar.
IÐUNN
engan vetur, síð|an liann flutti inn i kalda hreysið sitt,
hafði hann verið eins vel að brenninu kominn eins
og þenna. Hluturinn var, aö vinnumennirnir hans And-
résar ólasonar óku heim til hans úrgangsviði. Ókeypis
úrgangsviði, hvílík undur! Með þessa ánægjulegu stao-
reynd fyrir augum fanst kerlingunni hans, að hún yrði
að sýna karli sínum nokkurt umburðarlyndi. Hvað kæröi
hún sig eiginlega um þaö, þó að alt væri á ringulreið
í höfðinu á karlinum dögum saman? Kerlingin var
ekki svo bölvuð, ef hún bara hafði eitthvað að bíta og
brenna og aldrei hafði heimilið verið birgara af
iífsnauðsynjum en þenna merkilega vetur.
Þessi velsæld hefði eflaust getað staðið lengi, ef aldr-
ei hefði verið efnt til stórveizlunnar, sem haldin var í
skógarbúðinni einn dag í febrúar.
Andrés Ólason lét höggva skógteiginn, sem hann
hafði selt, og aka fram timbrinu. Vildarvinur hans, hann
Lárus húsmaöur, var að verki með honum og svo auð-
vitað vinnumennirnir. Það var hreint ekki svo lítið,
sem var höggvið og ekið, en þó kannske enn meira
etið og drukkið. Kvöld eitt hafði Lárus með mestu
leynd ekið heim ljómandi bústnum og fallegum ankers-
kagga. Rétt neðan við akurteiginn kom Andrés á móti
honum, og svo óku þeir saman upp eftir og voru á
einu máli báðir um jxað, að þetta væri alveg ókristilega
skemtilegt æki. Kagginn entist bæði vel og lengi, en
jtar kom, að hann varð tómur.
Það var nokkuð langt til kauptúnsins og útsölunnar,
jrar sem hægt var aö fá brennivín. Karlarnir stúrðu
einn dag, jjeir stúrðu tvo. En hvernig sem j)að nú.gekk
til — einn góðan veðurdag gafst [)eim alveg einstakt
tækifæri til að drekkja sorgum sínum.
Takið nú eftir! Lárus batt á sig bakpoka og arkaði