Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Page 76
70
Qóðir grannar.
ÍÐUNN
manna-hjallarnir þeirra hvíldu hvor á sínum heypoka
og bærðu ekki á sér.
Rétt innan við akurteiginn mætti hersingin kerlingun-
um. Langt til hafði læknirinn séð hana Grétu Katrínu
hans Andrésar ólasonar standa þarna með hendurnar
undir svuntunni og góðum spöl fjær hana Geirþrúði
Deu hans Lárusar Péturssonar, sem Iíka hafði hendurnar
undir svuntunni. Báðar voru þær — lækninum til mik-
illar undrunar — steinlregjandi. Umhverfis þær stóðu
aðrar kerlingar, og af smákrökkum var þarna mesti
urmull. Læknirinn stöðvaði hestinn, er sama spurningin
mætti honum frá kerlingu í snjóskaflinum til hægri ug
annari kerlingu í skaflinum til vinstri. Hann svaraði
ekki strax — svo sagði hann skýrt og með áherzluim:
— Dauðadrukknir!
Að svo mæltu sló hann í hestinn og ók sína leið á
hörðu brokki.
Pað hlýtur að hafa verið kostuleg sýn að fylgja
Kölnarvatnslestinni inn í þorpið. Sólin skein, og s.kjór-
arnir görguðu. Pað draup frá þökunum. Frá hverju
hreysi steig morgunreykurinn létt og fagurlega upp í
loftið, og skógurinn var myrkur af þíðu.
Gréta Katrín skreið upp í til manns síns og herra á
langsleöanum; slíkt hið sarna gerði Geirþrúður Dea.
Það var þó ekki til þess að hlynna að körlunum á
nokkurn hátt; þær litu ekki við þeim. Það var forkostu-
legt að sjá. Gréta Katrín sneri sér bara við á sleðanum
og dró að sér skankana. Svo negldi hún augunum í
Geirþrúði Deu, sem koin á eftir; hún hugðist augsýni-
lega horfa hana dauÖa, eða að minsta kosti stara gall-
sýki inn í skrokkinn á henni. En Geirþrúður Dea var
ekki þannig gerð, aö hún teldi það eftir sér að horfast
í augu við grannkonu sína. Hún deplaði ekki augunum