Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Side 77
IÐUNN
Góðir grannar.
71
— að því er nokkur gæti séð — alla leið frá akurteign-
uni að vegamótunum heima við bæinn.
Spyrðu hvern sem þú vilt í þorpinu, og enginn mun
geta frætt þig á, að nokkurt orð hafi verið mælt á
þessari leið, sem er um það bil hálfur mílufjórðungur.
f öllum gluggum. var fólk, sem hafði þotið upp frá
rjúkandi sildinni og kartöflunum og stóð nú og starði
nreð augun út úr höfðinu og herra-jesúsaði sig yfir
þessari sýn! Smástrákarnir ruku á dyr, og karlarnir
öskruðu á eftir þeim: Sittu kyr, fábjáninn þinn! En á
eftir strákunum laumuðust vinnumennirnir út, og hvern-
ig senr í því lá, karlarnir gátu ekki lraldið sér í skinn-
inu heldur, þeir gengu út á dyrahelluna, hver af öðr-
um, eftir því senr lestinni nriðaði áfranr. Par stóðu þeir,
í prjónapeysunr, yfirhafnarlausir, og kölluðu niður á
götuna: Hafa þeir drukkið sig í hel? — Eru 'þeir sálaðir
báðir ?
Enginn i sleðaflokknunr svaraði.
Kerlingarnar virtu engan viðtals — og lestin hélt
áfram. Þorpsbúar voru slegnir sömu lanrandi tilfinningu
sem grípur okkur, er við eigunr von á því hverja sek-
úndu, að einn meiri háttar skýstrokkur ríði yfir. Þarna
sátu voldugustu og verstu kerlingakjaftar þorpsins,
hvor á sínu skafti, það voru bara nokkrar álnir á milli
þeirra, og allir gátu séð, hvernig þær tútnuðu út af
vonzku. önnur hafði stríðseplið sitt geynrt innan í loð-
kápu úr hundsskinni, og hin hafði sitt sveipað í sauð-
skinnsfeld, svo það vantaði svo senr ekki. En það
heyrðist ekki hósti né stuna.
Og einnritt fyrir þetta hvíldi yfir þessu ferðalagi eitt-
hvað uggvænlegt, sem ekki er hægt að lýsa.
Leikslokin urðu þau, að karlarnir skriðu sanran. En