Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Side 82
IÐUNN
Aldurinn hennar Stínu.
Inn í norðurströncl þessa lands skerst dálítill fjörð-
ur, sem heitir Látrafjörður. Hann er hvorki langur né
breiður, en eftir honum miðjum liggur álskora, sem
gerir hverju meðal-strandferðaskipi það fært að sigla
eftir honum alla leið inn í botn.
En meðfram löndunum beggja megin eru óteljandi
sker og flúðir. Þar heldur landselurinn til á vorin, og
af því hefir fjörðurinn nafn sitt fengið.
Inn og vestur úr fjarðarbotninum seilist hin svo-
nefnda Látravik. Hún sker sig þar inn á milli tveggja
höfða, og er mjótt á milli þeirra. En að bald höfÖanna
breikkar víkin að mun, og er þar því góð höfn og
trygg fyrir hvaða átt sem er.
Að norðanverðu við vík þessa hefir myndast þorp,
sem er nefnt eftir víkinni. Þó er þorpið í daglegu tali,
bæði heima fyrir og annars staðar, oft nefnt að eins
Látavik, liklega af því, að það er þægilegra á vörum.
Til eru og dæmi þess, að gárungarnir hafi nefnt það
Ólátavík.
Inn af firðinum er stórt og mannmargt hérað, sem
sækir verzlun sína til Látravíluir, og er því mikill
mannagangur þar í kauptíðinni.
Töluverður stórbæjarbragur er þar orðinn að ýmsu
leyti nú i seinni tíð.
Þar eru öskrandi bifreiðar á götunum, og reiðhjól eru
þar í tugatali, sem ý'mist eru knúin mótorum eða
mannafótum, og mörg hús eru þar stór og myndarleg.
En það eru ekki sveitabændurnir, sem setja þennan