Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Side 84
78
Aldurinn hennar Stínu.
iðunn;
En eins og gengur voru þó innan um o'g saman við
einstæðingar og fátæklingar, sem kviðu komandi degi
og þurftu að athuga og yfirvega hverja stund, svo ekki
liði hún til ónýtis, og hvern eyri, svo ekki gengi hann
úr greipum þeirra fyrir einhvem óþarfann. Með öðmm.
orðum: menn, sem máttu ekki af neinu sleppa til að
getað staðið i skilum og komið fram sem heiðarlegir
menn.
En því var ekki að neita, að hreppsnefndin hafði
fyllilega litið í náð til þessara olnbogabarna, því að í
sextán ár höfðu aðgöngumiðarnir að myndasýningunum
verið seldir á eina krónu og fimmtíu aura, en síöasta
árið höfðu þeir að eins kostað eina krónu.
Fátæklingarnir máttu ekki lengur lifa fróðleiks- og
skemtana-lausir.
Veturinn hafði verið góður fram að hátíðum. En úr
nýárinu fór tíðin að kólna.
Það var farið aÖ síga á seinni hluta janúarmánaðar,
og þó að sólin væri farin að hækka á himninum, þá
var golan samt nöpur og nístandi kvöld og morgna og
miðjan dag.
Kuldinn þrengdd sér inn með illa kíttuðum glugga-
rúðunum og rudd,ist með frekju inn í húsin, ef hurðir
voru opnaðar.
Pað var því ekki furða, þó að annað slagið væri kalt
í herberginu hennar Sigríðar Árnadóttur.
Gusturinn inn með rúðunum dustaði til gluggatjöldin,
og það þurfti að kynda af kappi litla ofnkrílið, sem
stóð á bak við hurðina, til þess að ylur héldist þar inni.
Herbergi þetta var á efri hæð í stóru húsi vestarlega
í þorpinu.
Sigriður var ekkja, þrjátíu og þriggja ára gömul. Hún.