Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Side 91
IÐUNN
Aldurinn hennar Stínu.
85
Hún tróð sér innar eftir salnum og inn að fjórða bekk,
þar átti hún sjötta sæti eftir miftanum.
Þegar hún var búin að koma sér fyrir í saetinu, fór
hún að líta í kringum sig.
Hún kipptist til, og hún fann að hún roðnaði út að
eyrum.
í næsta sæti var maður, sem hún kannaðist vel við.
Hann horfði brosandi til hennar og rétti henni hönd-
ina. „Komdu sæl og bleasuð," sagði hann, „og þakka
þér fyrir síðast. Hvað er nú orðið langt síðan að við
sáumst, einmitt á svona kvöldi?"
Hún þorði ekki að líta upp. Hún horfði niður i kjöltu
sina og svaraði svo lágt, að varla heyrðist: „Ég man
mörg svona kvöld, og ég man líka, hvað langt er síðan.
Það er rúmlega — aldurinn — hennar — Stínu."
Hann hló svo kaldan hlátur, að kuldinn gekk í gegn-
tmi merg og bein. Henni fanst sem jökulvatni væri
skvett yfir sig. Köldum svita sló út um hana, og hún
hrökk upp með andfælum. — Hún heyrði fótatak
frammi á ganginum.
„Góða nótt, og takk fyrir kvöldið," var sagt í hálfum
hljóðum. Hurðin opnaðist hægt og hljóðLega, og Stína
smeygði sér inn úr gættinni.
Klukkan á þilinu sló tólf högg. Og frostvindurinn
gnísti tönnum við gluggann.
Egill Jónasson.