Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Síða 92
ÍÐUNN
Bækur 1930.
Stutt yfirlit.
I þe.ssu stutta yfirliti verður getið bóka, sem út konni á
íslenzku á liðnu ári — þeirra, er Iðunni hafa verið sendar
Og ekki hefir áður verið minst.
I. LJÓÐ.
Allmargar ljóðabækur hafa komið út á árinu, þó miklu
færri en á fyrra ári, og skal sízt af öllu að því fundið.
Má fyrst nefna K v œðasa f n Dauids Strfánssonar f rá
Fagraskógi, er Þorst. M. Jónsson gaf út. Er þar safnað í
eina heild öllum ljóðum Davíðs. Var það vel til fundið, ]>ví
Davíð mun vera sá af núlifandi ljóðskáldum okkar, sem
bezt hljóð hefir fengið með þjóðinni á seinni árum, en
bækur hans flestar ófáanlegar í bókabúðum. Annars skal
ekki fjölyrt um Kvæðasafnið að þessu sinni, því seinna á
árinu býst Iðunn við að geta flutt ritgerð um Davíð og
skáldskap hans.
K v œS akv e r Halldórs Kiljan Laxness er býsna nýstár-
legt, bæði að ytra frágangi og innihaldi. 1 skemtilegum
formála fyrir kverinu segir höf. meðal annars um kvæðin:
„Annars má kalla þau i heild sinni tilraunir í ljóðrænum
vinnubrögðum, rannsóknir á þanþoli ljóðstílsins, einskonar
landkannanir, bæði í heimi hins raunhæfa og hins óraun-
hæfa, hins venjulega og hins óvenjulega, bins hversdags-
lega og hins fáránlega, liins hlutkenda og hins óhlutkenda."
Og á öðrum stað segir hann: „öll eiga þau sammerkt í því
að bafa orðið til vegna þess, að ekkert, sem ég kunni eftir
önnur skáld, fullnægði tjáningarþörf minni í svipinn, svo
mér var nauðugur einn kostur að yrkja sjálfur." Af þessu
er ljóst, að enginn, sem fer að blaða í þessari bók, getur
vænst þess að finna þar kvæði „eins og þau eiga að vera“.
Langflest eru þau eitthvað í áttina að skopstælingum á
ljóðum annara skálda. Höf. er hundleiður á „ljóðrænni gol-
frönsku" og „dularfullu orðaskvaldri“ og leikur sér að