Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Síða 93

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Síða 93
IÐUNN Bækur 1930. 87 riminu aðallega í þeim tilgangi að draga dár að uppblásn- um hátíðleik, rembilátum spekingsfettum, viljalausu drauma- vingli og fáfengilegu orðprjáli í ljóðagerðinni eins og hún gengur og gerist. Þannig ber að skilja t. d. Alþingiskantötu hans, sem verkar eins og hagldemba ofan á allan hátíðar- vaðalinn. Annað mál er pað, hvort þessar tilraunir í rímsmíði hafi mikið skáldskapargildi. Halldór er bráðsnjall og duglegur rithöfundur og allra manna líklegastur til stórræða, en hann hefir lítt gefið sig að ljóðagerð, og ekki líklegt, að verksvið hans iiggi þar. Kvæðakverið hækkar varla hróður hans sem skálds. Og þó að sum kvæðin, eins og t. d. „Kveðið eftir vin minn“ — sem mun vera kyndugustu eftir- mælin, sem ort hafa verið á íslenzku — kunni að lifa á vörum fólksins, þá lifa þau sem skringimyndir frekar en skáldskapur. Nýjabragð er einnig að bók Sigurdar Einarssonar: H a m- ar og sigd. Ekki svo að skilja, að þar sé brotið svo mjög í bág við eldri venjur um ytra form, en efnið og andinn í kvæðunum er nýtt. Þar er ekki ort um fuglakvak, blómaangan eða lækjanið, ekki heldur um máttlaust hugar- víl eða ástaróra. Þar er ort um togara og malbikaðar göt- ur, um arðinn, sem erjar, um grjót og sement, um eim og stál, um „blikandi veli, blakkir og marrandi hjól“. 1 aug- um höf. eru mannvirkin fegurri en náttúran. Þar sem áður var kveðið um fjöllin helg og há, kveður hann um fjöllin heimsk og há. Hann horfir ekki með söknuði aftur á horfna gullöld; núlíðin og framtíðin eiga hug hans allan. Það djarfar þegar fyrir nýrri menningu, sem mun gefa hverjuin sinn rétt og láta öllum líða veh Hann heilsar þeirri dögun með bjartsýnum fögnuði og syngur herhvatir til alþýðunnar við sjó og til sveita um að rétta úr kryppunni, hrista af sér hlekki hleypidóma og örbirgðar og verða frjáls og hamingjusömi Hann er nýtímamaðurinn, sem unir marg- menninu, ysinum, hraðanum. Hafnarbakkinn er hjartastaður landsins. Hann trúir á mátt mannvitsins og véianna. Þar, sem starfað er af viti og skift af réttlæti og jöfnuði, verð- ur fólkið frjálslegt og ungt. Allur útúrboruháttur er fjand- samlegur menningunni og ósamboðinn mannlegri tign og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.