Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Síða 93
IÐUNN
Bækur 1930.
87
riminu aðallega í þeim tilgangi að draga dár að uppblásn-
um hátíðleik, rembilátum spekingsfettum, viljalausu drauma-
vingli og fáfengilegu orðprjáli í ljóðagerðinni eins og hún
gengur og gerist. Þannig ber að skilja t. d. Alþingiskantötu
hans, sem verkar eins og hagldemba ofan á allan hátíðar-
vaðalinn.
Annað mál er pað, hvort þessar tilraunir í rímsmíði hafi
mikið skáldskapargildi. Halldór er bráðsnjall og duglegur
rithöfundur og allra manna líklegastur til stórræða, en
hann hefir lítt gefið sig að ljóðagerð, og ekki líklegt, að
verksvið hans iiggi þar. Kvæðakverið hækkar varla hróður
hans sem skálds. Og þó að sum kvæðin, eins og t. d.
„Kveðið eftir vin minn“ — sem mun vera kyndugustu eftir-
mælin, sem ort hafa verið á íslenzku — kunni að lifa á
vörum fólksins, þá lifa þau sem skringimyndir frekar en
skáldskapur.
Nýjabragð er einnig að bók Sigurdar Einarssonar: H a m-
ar og sigd. Ekki svo að skilja, að þar sé brotið svo
mjög í bág við eldri venjur um ytra form, en efnið og
andinn í kvæðunum er nýtt. Þar er ekki ort um fuglakvak,
blómaangan eða lækjanið, ekki heldur um máttlaust hugar-
víl eða ástaróra. Þar er ort um togara og malbikaðar göt-
ur, um arðinn, sem erjar, um grjót og sement, um eim og
stál, um „blikandi veli, blakkir og marrandi hjól“. 1 aug-
um höf. eru mannvirkin fegurri en náttúran. Þar sem áður
var kveðið um fjöllin helg og há, kveður hann um fjöllin
heimsk og há. Hann horfir ekki með söknuði aftur á horfna
gullöld; núlíðin og framtíðin eiga hug hans allan. Það
djarfar þegar fyrir nýrri menningu, sem mun gefa hverjuin
sinn rétt og láta öllum líða veh Hann heilsar þeirri dögun
með bjartsýnum fögnuði og syngur herhvatir til alþýðunnar
við sjó og til sveita um að rétta úr kryppunni, hrista af
sér hlekki hleypidóma og örbirgðar og verða frjáls og
hamingjusömi Hann er nýtímamaðurinn, sem unir marg-
menninu, ysinum, hraðanum. Hafnarbakkinn er hjartastaður
landsins. Hann trúir á mátt mannvitsins og véianna. Þar,
sem starfað er af viti og skift af réttlæti og jöfnuði, verð-
ur fólkið frjálslegt og ungt. Allur útúrboruháttur er fjand-
samlegur menningunni og ósamboðinn mannlegri tign og