Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Page 95

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Page 95
IÐUNN Bækur 1930. 89 Kveður i runni heitir ein ljóðabókin, eftir Sigríði Einars frá Munaðarnesi. Yrkir hún bæði í stuðluðu máli og sundurlausu. Fátt fann ég þar þess, að vert væri eftirtekt- ar. Það bezta í bókinni eru nokkrar þýðingar eftir norska skáldið. Sigbjörn Obstfelder — ef sá mikli sveimhugi og draumvingull á þá nokkurt erindi lengur til nútíðarmanna. Þá hefir ein ljóðabókin komið vestan um haf: Gaman og alvara eftir Guttorm J. Guttormsson. Er það ínikið safn, um tvö hundruð kvæði talsins. Þessi höf. hefir flaskað á því að taka of margt upp í safn sitt; hygg ég, að hann myndi hafa staðið sig við að sleppa helmingi kvæðanna. Annars er Guttormur skáld gott, og munu ekki aðrir landar vestra kveða lietur en hann, síðan Stephan G. Stephansson leið. Er raunar merkilegt, að þessi maður skuli rita bækur á íslenzku, þar sem hann er fæddur vestan hafs og hefir liklega aldrei island séð, þótt af íslenzku bergi sé hrotinm Er og nokkuð annarlegur blær yfir ljóðum hans, sem mun stafa af áhrifum hins framandi umhverfis, en yfirleitt hefir hann íslenzkuna á valdi sínu, er orðhagur, myndaúðugur og kjmgimagnaður þar, sem honum tekst bezt. Róttækur er hann í skoðunum og ádeilinn, er því er að skifta. 1 lionum er líka rík æð af glettni og hæðni, og sumar gamanvisur hans eru svo smellnar, að þar gefur hann K. N. ekkert eftir. Eftirhreytur frá ljóðaflóði fyrra árs eru Geislabrot Hjdlmars Þorsteinssonar frá Hofi og Ljóðmál Richards Beck. Þeim vil ég báðum skipa í flokk hagyrðinga — i gamalli og góðri merkingu orðsins — fremur en skálda. Hjálmar er alþýðumaðurinn, sem getur kastað fram góðum stökum, en fatast listin, þegar hann yrkir lengri kvæði- Hichard Beck á víðari sjónhring og er betur að sér í iðn- inni og mörg kvæði hans því með fáguðu handbragði hins mentaða heimsmanns. En hefði hann ekki gengið menta- veginn og orðið ágætur fræðimaður og virðulegur prófess- °r við virðulegan háskóla i Vesturheinii, þá væri hann sennilega héraðskunnur hagyrðingur, sem léti hendingar fjúka við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Og úr því að hann er nú kominn á þessa grænu grein, er það nærri furða, að hann skuli leggja sig niður við að yrkja róman- tisk smákvæði, sem tugir ungra manna eða jafnvel hundruð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.