Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Page 39

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Page 39
IÐUNN Stofnenskan. 325 í þær 66 til 69 orðum. Stofnenskan eykur þvi hér orða- fjöldann um 3121/2 til 331 1/4 prósent. Af [lessu mun það öllum ljóst, sem eitthvað þekkja 111 sögu tunguimálanna, að stofnenskan fer í þveröfuga átt við þróun aldra mæltra mála. Á frumrænna stigi málanna, meðan menn höfðu orð að eins yfir algeng- ustu hluti og hugmyndir, þá táknuðu þeir hið sjaldgæf- ara :með því að umskrifa [mð á sama hátt og gert er í stofnensku. Þessa frumbýlingsháttar gætir enn þá í tungum villimanna. Og í máli barna og bjálfa og minnislausra manna eru þessar fnimmanna-umskriftir mjög áberandi, enda sivipar stofnenskunni eftirtakanlega til barnaimáls. En eftir því sem menn komast í nánari snertingu viö umheimiiinn, neynsla þeirra eykst og hugs- unarhæfiieikinn hefst og nákvæmist, að sama skapi hverfa umskriftimar sem hverjir aðrir hortittir úr mál- inu, og í þeirra stað koma létt og lipurleg orð, sem þó geta tjáð hugmyndirníar miklu nákvæmar en jafnvel langar lýsingar. Með öðrum orðum: Þróun mæltra mála fer í þá átt að stytta imálið og gera það nákvæmara. Stofnenskan heldur öfuga leið: hún lengir það og gerir það óná- kvæmara. Þróun mæltna mála lýtur sömu lögum og öll önnur mannleg mennipg: að spara orku. Stofnenskan gengur andhælis við lögmál allrar menningar: hún eykur orkusijdslunct. Og þar með er stofnenskan dæmd til þess dauða, sem ekki fylgir nedn upprisa. III. Þessar lömgu umskriftir stofnenskunnar, sem reyndai’ fara í beinan bág vlð alla andlega og verklega framvindu, eru þó ef til vill ekki verstu gallar hennar. H.itt virðist mér meiri ljóður á myndun þessa máls, að umskriftirnar

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.