Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Page 45

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Page 45
IIÐUNN Stofnenskan. 331 Antique. (forn) niefnist „old (of value) = gamall >(verðmætur). Og úr hinu munntama orði jealous (afbrýðisamur, öfundissjúkur) tekst stofnenskunni að teygja þennian viðfeldna Janglopa: „desiring what another has; fear of another’s power; hating siomeone (in competition), hat- ing another’s interest; taking great care of“; = sem æskir pess, er antniar hefir; hræddur við vald annars; sem hatar einhvern (í samkepni), sem hatar haigsmuni annaris; sem lætur sér mjög ant um. Og captnin (kapteinn) útlegst „chief man; man in control“ = aðalmaður, umsjónarmaður. V. Doktor Guðmuindur Finnbogason gerir mjög mikið úr því, hve stofnenskan sé einföld og fljótlegt sé að læra hana. Með amerískri reikningslist telst honum svo tif, að meðalneimandi geti lært 30 stofnenskuorð ci kluikku- stund eða 850 orðin á 28 klukkustundum, með öðrum orðum: lært allan meginforða málsins á hálfum mánuði með tveggja tíima nám> á dag. Kennarareynsliu minni, sem bráðum nær yfir tólf ár, hefði þótt sálarfræðingi betur samboðið að gefa hér Iítils háttar afslát't fyrir væntanlegum minnisafföllum. Ég hefi að minsta kosti mjög sjaldan og ef til vill aldrei kent nemanda, sem hefði getað lært svo 30 útlend orð á klukkustund, að hann þyrfti ekki að læra þau aftur næsta dag og daginn þar á eftir. En það skiftir reyndar minstu máli, hve lanigan tíma tekur að læra þessi 850 orð. Við þessa námsáætlun bætir svo doktorinn: „En svo fer auðvitað lengri tírrti í að verða leikinn í að nota þennan orðar fo'.rða í rœðu og rrti. En það ætti að vera hægt með eins til tveggja mánaða námi.“

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.