Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Page 75

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Page 75
ÍÐUNN Tæknikönnun. 36t Ameríku (Energy Survey of North Amierica). Verkfræö- ingurúnn Howard Scott gerðist forstjóri henniar, ei'nn öt- ulasti tæknikönnuðurinn og einn af stofnendum Techno- cracy. Eitt af megin-hlutverkum 0rkurannsóknar-stöð\’ari nn- ar var að rannsaka til fullrar hlitar allar orkulindir og orkunýtingu Bandaríkjanna. Hún átti að sýna fram á það, með hverjum hætti félagsleg þróun bygðist á orku- nýtingunni, orkunýtingar-aðferðunum og orkumagni því, er maðurinn hefði á valdi sinu á hverjum tíma. Hún átti að leiða í ljós með staðreyndum, hverju véTþróun síðustu 150 ára kynni að hafa hnikað til frá því, sem áður var. Frá niðuiTistöðum þessarar rannsóknar skýrir nú Ho- ward Scott í janúarhefti ameríska tímaritsins Harpers Magazine 1933. En áður em út í þá skýrslu er farið, miun réttast að taka það fram, að í athugasemd við ritgerð Scotts stendur eftirfarandi klausa, bls. 257: „Pað er áríðandi að muna, að með því að Technocracy er vísmdarannsóknarfólag hefir það engan áhuga fyrir áróðri í þágu sérstakra stjórnmálastefna eða hagfræði- kenninga. Starf þess hefir legið — og verður staðfast- lega haldið — innan vébanda strangrar vísindalegrar greiningar (ana.lysis) félagslegra fyrirbrigða." — Pessu er skotið hér inn vegna þess, að í einu hérlendu blaði var mimst lítils háttar á Technocracy og það mieð aug- Ijósum ótta um, að af starfsemi þessa félagsskapar gæti voru heiðurkrýnda þjóðskipulagi stafað hin mesta h.ætta. Blaðið var að reyna að manna sig upp' í það aö gefa í sikym, að hér væri um einhvem bolsévisma að ræða, sem betna fólk gæti leyft sér að fitja upp á nefið að. Ef til vill væri blaöinu það hugfró að heyra, að Harpers Magazime, sem birtir grein Howards Scotts sem

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.