Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Page 91

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Page 91
ÍÐUNN Bækur. 377 hir.uvn djörfu áætlunum verði fylgt. Viðhorfið verður hið sama og fyrir ungum og áhugasömum bónda, sem berst um á hæl og hnakka til skjótra umbóta á jörðinni, svo að lífvænlegt verði að búa á henni. Hann getur heldur ekki farið að njóta ávaxtanna strax; pað væit hann og ann sér engra tómstunda, einskis munaðar, varla svefnhvíidar af áhuga fyrir að ná sem fyrst settu marki. Það er stórt að vera vitni að slíkri einbeittri baráttu ódeigs vilja til að búa í haginn fyrir sig og framtíðina. En ekki er það síður stórt, er heil þjóð rís upp einhuga að því starfi að gera landið byggilegra og notfæra sér orkumöguleika þess. Fyr en varir rennur sá dagur, er „stritandi vélar“ standa tilbúnar að framleiða allsnægtir handa öllum. Það er að eins undir rangsnúnu og vitfirtu skipulagi, að vélarnar eru óvinir mannanna og búa þeim böl. Sé stjórnað af viti, eru þær lausnarar þeirra frá oki erfiðis og þrældóms. Og gera' má ráð fyrir, að ótti hins vitra manns, Bertrands Russell (sbr. ritgerð hans framar í þessu hefti), að Rússar fari áð ■dýrka stritið stritsins vegna, sé ástæðulaus. Bókin segir frá liinni miklu fimm ára áætlun Rússa, sem þegar er framkvæmd i öllum aðalatriðum — á rúmum fjór- um árum. Höf. fer með lesandann frá einni höfuðstöð til annarar, þar sem verið er að beizla náttúruöflin i þjón- ustu mannanna, sýnir honum vinnubrögðin, bendir á þð sigra, sem þegar eru unnir, og þá, sem verða unnir i nán- usta framtíð. Og hann gerir þetta óvenju-skilmerkilega og skemtilega. Mennirnir eru þess megnugir að umskapa þessa jörð, og þeir eru að gera það. En með umsköpun jarðarinnar umskapa þeir sjálfa sig. I síðasta kafla bókarinnar bregður liöf. upp eins konar framtíðarsýn: nýtt fólk mun vaxa upp og lifa lifinu undir nýjum skilyrðum og nýjum starfshátt- uni. Staðleysur — draumórar, segir einhver. Síður en svo. Hér eru engar spásagnir langt í aldir fram; það, senv höf. talar um, er að gerast eða mun gerast á næstu árunv og áratugum. En þessar breytingar munu ekki láta sig án vitnisburðar í lífi fólksins og viðhorfi til þessa heims. Það skiftir engu máli, þótt mannlegt eðli kunni að vera samt við sig og óumbreytanlegt, eins og margir spekingar hald'. frarn. Hér er alls ckki um það að ræða að breyta

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.