Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Side 14

Kirkjuritið - 01.01.1936, Side 14
8 Þorgeir Jónsson: Kirkjuritið. islnigtak Gyðinga, er nýtt samfélag mannanna, sein ekki cr unnið eða stofnsett með vopnum, og þessvegna lield- ur ekki liervaldi, en á að berast uppi og áfrain af lifandi guðstrú, siðgæðisfullkomnun og réttlæti. Hann skorar á þjóðina að leita guðsríkis á þessum leiðum. Hann leggur mönnum á lijarta, að láta það altaf sitja i fvrirrúmi, að efla og fegra sitt sálusamfélag við gæzku- ríkan alföður, en vera þess jafnframt minnuga, að þeir séu hræður og að þeir geri hver öðrum það, sem þeir vilji að þeim sjálfum sé gjört. í þessu ljósi skilnings og skoðunar á að gjalda keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er. Það á að gera það með þeim hætti, að hin timanlegu sambönd mannanna og stjórnmálastarfsemi þeirra göfgist og fegrist fvrir áhrifa- krafl liins andlega og eilífa, og verði fyrir þá skuld talandi vottur og þjónn tignar jiess og' máttar. A þess- um leiðum standa þær stoðir, sem hera eiga uppi sam- félag mannanna i kristilegum anda. En i nútíðinni herst til vor i ræðum og ritum þjóð- málaandi, sem er lítt samræmanlegur þessum kenning- um meistarans frá Nazaret. Þjóðmálaástandið er svo illa farið, að undrum sætir. Staðreyndirnar í þessu tilliti eru svo ömurlegar, að manni verður stundum að spyrja sjálfan sig, hvort það sé virkilega satt, sem einn merkur rithöfundur lætur eina sögupersónu sína segja við aðra, sem var bundin á bálköst til að brennast: „Sofnaðu nú með þá sannfæringu, að í heiminum verði réttlætið og saklevsið að lúta í lægra haldi, en vonzkuverk og lestir að sigra“. Manni ógnar þessi yfirlýsing. í huga sínum og hjarta rís maður upp gegn heiini, maður leitar að því hezta, sem maður á, til að hrinda henni og afsanna hana. En samt getur maður ekki lokað augunum eða eyrunmn fyrir því, sem er að gerast, og ölliím þeim mikla dapurleik, sem er því samfara. Stjórnmálin eru þar ógnþrunginn orsakavaldur. Örbirgðin og atvinnuleysið, sem nú heimsækir svo

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.