Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Page 35

Kirkjuritið - 01.01.1936, Page 35
Kirkjuritið. BÆR HINNA SJÚKU. „Fíladelfía“ eða „bær hinna sjúku“, eins og hún er einnig nefnd í daglegu tali, er allstórt þorp — með 11 til 12 hundruð íbúum. Það stendur við Terslöseskóg, vestur frá Sórey ó Sjálandi. Bæjarlandið er liðugir 80 hektarar, af þeim eru 11 bjrggingarlóðir, garðar og göt- ur, en tæpir 70 eru bújörð bælisins. Byggingar eru alls um 50, sumar þeirra allstór sjúkrahús, t. d. er hælið fyrir taugasjúklinga, Díönulundur, 4 stórbyggingar sam- tastar og standa í skóginum. Hælið er prestakall út af fyrir sig, á sína eigin kirkju ug liefir sína eigin presta. Er sóknarpresturinn ásamt yfir- lækni hælisins í stjórn þess. Formaður stjórnarinnar et‘ dómprófastur C. Skovgaard-Petersen í Hróarskeldu. Hælið er sjálfseignarstofnun og var upphaflega sett 11 stofn fyrir flogaveika, sem venjuleg sjúkrahús vildu °kki taka. Frumkvöðull að stofnun hælisins var dr. Adolpli 8hell, læknir í Terslöse, og var starfið hafið 7. febr. 1897. Sama liaust voru útbúin 2 sjúkraherbergi á Hýli læknisins, en jörðina afhenti hann síðar stofnun- mm til eignar. Næsta sumar var svo fyrsta nýbygging hælisins fullgerð og nefndist: „Krosshúsið", ekki af því að húsið væri byggt í kross, heldur af því að „kross •fesú Krists“ hafði knúið fram starfið. Það sem einkennir alla þessa starfsemi er bróður- kærleikurinn, þráin að geta aukið gleði og gæfu ann- ara naanna, einkum þeirra, sem bágast eiga. Alt hælið er skoðað sem eitt heimili, þar sem ætlasl er 111» ao allir geri all sem þeir geta öðrum til gleði og' kjálpar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.