Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Page 58

Kirkjuritið - 01.01.1936, Page 58
52 Erlendar bækur. KirkjuritiÖ. óbugandi þrá mannanna að leitast við með hugsun sinni að kanna eðli sannleikans og skilja það. Það er satt„ að „steindauð- ar dogmur“ hafa enga þýðingu, en kennisetningarnar eru ekki dauðar nema fyrir hugsun þeirra, sem annaðhvort skortir þekk- ing, skilning eða ímyndunarafl til að ganga inn í lielgidóma þeirrá. Við nánari kunningsskap verða þœr seiðmagnaðar af trú- arlotningu, hugsunarorku og siðferðisbaráttu óteljandi kynslóða. í liugleiðing þeirra lifum vér lífi margra hinna skarpskygnustu hugsuða og merkilegustu snillinga fornaldarinnar. Það samneyli her ekki að fyrirlíta. En eins og fjölbreytnin sýnist oft vera óendanleg og venjuleg trúfræði eins og völundarhús mannlegs hugar, eða myrkviður með óteljandi hliðargötum, þannig getur og einnig komið að oss sú hugsun, hvað þetta er nú alt saman likt í raun og veru, jafnvel bak við misklíðina liggja oft svipaðar hugmyndir, en ágreiningurinn kemur aðeins af því, að liver einstaklingur leggur áherzlu á mismunandi atriði. Hversu mikið 1. d. af Krists- fræðinni er eigi framkomið til þess að reyna að brúa djúpið milli Guðs og manna, ekki aðeins þeirra, sem vilja leggja áherzlu á hið mannlega lijá Jesú, heldur einnig hinna, sem að dæmi Athanasiusar vildu leggja alla áherzluna á, að Jesús hefði verið sömu veru og faðirinn? Sú kenning varð hyrningarsteinn hjá Athanasiusi, af því að honum virtist eigi hugsanlegt, að Jesús gæti frelsað mennina til guðdómslegs lífs með öðru móti. En þetta voru aðeins mismunandi leiðir, sem menn fóru til þess að reyna að sameina hið guðlega og mannlega, áður en þróun- arkenningin kom til skjalanna, og gerði eðlilegri grein fyrir af- stöðu mannanna til Jesú og afstöðu Jesú til Guðs. Á sama hátl er mikið af þeirri hugmyndaþróun, er á sér stað i Nýja-testa- mentinu, raunar tilraun til að þýða hugmyndir hinna gyðing- legu heimslitakenninga yfir i hellenska dulhyggju. Páll er braut- ryðjandinn, en Jóhannes fullkomnar verk hans. Þessum mönn- um er það ljóst, að þegar hugmyndir á að þýða eða flytja frá einni menning til annarar, dugir eigi stafrétt þýðing kennisetn- inganna eingöngu. Kjarna málsins verður að gera skiljanlegan. Og við shka athugun kemur það svo glöggvar í ljós en áður, hver er kjarni málsins. En þetta er raunar sú þróun, sem trúarhugmyndirnar eru und- irorpnar frá kyni til kyns, og það starf, sem jafnframt verður til þess að skýra ummörk þeirra, finna í þeim veilurnar og full- komna þær, og þannig leiða mannsandann til meiri opinberunar í vizku og skilningi. Þessi bók „What to believe“ er skrifuð til að rekja þróun hinna

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.