Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Qupperneq 60

Kirkjuritið - 01.01.1936, Qupperneq 60
54 Erlendar fréttir. Kirkjuritið. að ferð dr. Kagawa muni bera góðan árangur og verða kirkj- unni til vakningar í þjóðfélagslegum efnum. í Evrópu ætlar Kagawa að kynna sér fyrirkomulag sjúkra- sjóða. Hefir hann mjög barist fyrir þeirri hugmynd í Japan að koma á fót sjúkrasamlagi, þar sem hver fjölskylda, sem Iiefir í tekjur minna en 1800 yen árlega (þ. e. um 2400 kr.), geti Irygt sig fyrir læknishjálp gegn 5 yen árgjaldi. Sýnir þetta, að fagnaðarerindið er þessuni merkilega manni kraftur til hjálp- ræðis, ekki aðeins i hinum innra skilningi heldur og í mann- félagslegum efnum. Á s.l. sumri ferðaðist hann um New Zealand, Ástralíu og Hawaieyjar í sömu erindum og vakti ferð hans geysilega athygli. E. Stanley Jones, kristniboðinn heimsfrægi, ritar í ,,The Christian Century“, Chicago, lögeggjan til Ameríkumanna um að sameinast i eitl voldugt kirkjufélag, er nefnist „Kirkja Krists i Ameríku": „Vér höfum engu að tapa nema girðingunum á milli trúar- flokkanna og nafngiftunum á hverjum flokki. En ef vér vilj- um öll tilheyra Kristi, ættum vér að geta sameinast í kirkju, sem ber hans nafn. Heimurinn rambar nú á barmi glötunar- innar. Vér sjáum, að alt stefnir nú til nýrrar styrjaldar, en megnum þó ekki að afstýra henni. Enda þótt vér vitum, að ný styrjöld mundi eyðileggja vora menningu, sjáum vér þó ekki úrræði til að efla nægan friðarvilja til að forða oss frá henni. Og enda þótt vér finnum, að hin fjárhagslegu vandkvæði eru ekki óleysanleg, þar sem hvorki skortir náttúrugæði eða þekk- ingu til þess að hægt sé að framleiða nóg handa öllum, þá fer þó all í handaskolum fyrir oss um þessa framleiðslu. Ástæðan er meðal annars sú, hversu allir góðviljaðir kraftar eru dreifðir og ósamtaka. Kristnir menn eru hið stærsta félag, sem nokkru snni hefir verið stofnað um nokkra einstaka hugsjón. Dreifðir og sundraðir megna þeir lítils, eins og dæmin sanna. Samein- aðir gætu þeir komið til leiðar næstum því hverju sem er. Kristnir menn í öllum löndum sameinist“. Kirkjudeildir sameinast. Hvergi er trúflokka sundrung jafn mikil og i Ameriku, enda skifta kristnar kirkjudeildir þar hundruðum og hafa verið að klofna af öllum mögulegum og ómögulegum ástæðum síðan land bygðist. Nú á síðustu árum hafa komið fram sterkar radd- ir um sameiningu og samheldni hinna kristnu kirkjudeilda um sameiginlegar hugsjónir og berast hvaðanæfa fregnir um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.