Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1936, Síða 6

Kirkjuritið - 01.11.1936, Síða 6
356 Ásmundur Guðmundsson: Kirkjuritið. um atburðum. Hefir þeim þegar orðið nokkuð ágengt, og skal nú segja frá pislarvætti postulanna i ljósi þess. II. Hinn 19. júli árið 64 gaus upp eldur í vörubúðum um- bverfis Cirkus maximus í Róm. Vörubirgðirnar voru miklar og eldfimar og hvassviðri á, svo að bálið læstisl þar skjótt eftir dalnum og stefndi i átlina til Forum og Capitoliumhæðar. Magnaðist það svo, að ekki varð við ráðið, enda voru borgarstrætin bugðótt og mjó og húsin sumstaðar bygð yfir þau. Jafnhliða breiddist sá orðróm- ur út, að logalungur hefðu sést blakta í senn á ýmsum stöðum og menn verið þar við og' æst eldana og kvaðst gjöra það samkvæmt æðri skipun. Fimm daga æddi eld- urinn og tókst loks að stöðva hann með því að brjóta niður slórbýsi við Eísquilinhæð. Voru þá þrjú hverfi Rómaborgar gjörfallin, sjö lágu að mestu leyti í rústum, en fjögur aðeins stóðu eftir. Ógurleg æsing fór að gagn- taka borgarbúa. Sögur bárust um það mann frá manni, að Neró keisari væri valdur að brunanum, hann bafði sésl með börpu i höndum og kveðið um eyðing Tróju- borgar. Hatursbylgja var rétt að skella á bonum í fyrsta sinni á æfi hans. Nú voru góð ráð dýr. Með djöfullegri lævísi lókst bonum að skjóta sér undan. Hann vissi það, að lýðurinn heimtaði hefnd, og líf hans lá við, að hann fengi beint þeim lieiftarhug að öðrum. Hann valdi til þess kristna menn og leitaði sannana á hendur þeim fyrir því, að þeir hefðu kveikt í Róm. Þeir áttu enga vini í borginni. Rómverjar töldu þá alment til Gyðinga, sem þeir hötuðu, og' Gyðingar höfðu fyrirlitningu og viðbjóð á þeim. Allri skuldinni var skelt á þá. Tacitus sagnarit- ari fer um það þessum orðum: „Fyrst voru allir þeir handteknir, sem játuðu, því næst varð samkvæmt vitnis- burði þeirra óteljandi grúi sannur að sök, ekki svo mjög um íkveikju í borginni, heldur um hatur til mann- kynsins“.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.