Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 3
Kirkjuritið. KVEÐJA TIL FULLNAÐARPRÓFSBARNA. Kæru ungu vinir mínir! Það er til lítið æfintýri um þrjú lítil fiðrildi, gult og rautt og' hvítt. Þau léku sér úti í sólskininu og voru innilega glöð og þakklát. Lífið var dásamlegt, ekkert skygði á gleðina, fremur en hjá sak- lausum börnum, sem njóta bernskunnar i unaði lífs og leikja. Og þau elskuðu livert annað og nutu ástúðar hvers annars hinn sólríka sumardag. En hrátt syrti í lofti og óveður skall á. Þau voru öll í hættu stödd og þau urðu að hjarga lífinu. Þá fer oftast svo, að hver reynir fyrst og fremst að hjarga sér, án tillits til annara. En litlu fiðrildin höguðu sér ekki þannig. Þau flugu til blómanna og' háðu um vernd gegn þeim voða, sem ógn- aði þeim öllum. Þau sögðu ekki hvert um sig: Hjálpaðu mér, veittu mér skjól, — nei, þau báðu öll einum rómi. Hjálpið oklmr, lofið okkur öllum að öðlast skjól og vernd. En þá svaraði fyrsta blómið : Ég skal taka á móti þeim, sem bera minn lit, en ekki öðrum. Og er þau heyrðu það, að eittlivert þeirra ætti áfram að húa við háskann, þá neituðu þau einum rómi verndinni fvrir sum. Yið er- um öll tengd órjúfandi tengslum og getum ekki skilið. bað skal eitt yfir okkur öll ganga, og þannig hélt hinn litli systkinahópur áfram að svara þeim, sem buðu einu og einu vernd, en neitaði hinum. Og þau héldu fast sam- an í hættunni og voru þess albúin að fórna lífinu hvert íyrir annað, ef svo vildi verkast. Með þeirri kærleiks- °g fórnarlund biðu þau þess, sem verða vildi. Og sjá. Hinn mikli alheimsmáttur yls og kærleika lét sól sína skína yfir litu systkinin á ný, þurkaði tár þeirra og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.