Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 15
Kirkjuritið. Er trúin hégómi ? 229 En nú skulum vér liugsa oss, að á þessu augnabliki komi fj7rir yður öll mjög einkennilegt atvik. Ég vona, að það komi aldrei fyrir yður í raun og sannleika. Vér sknlum liugsa oss, að þér mistuð alt í einu trú yðar á það, að þér gæluð staðið á fætur. Hver yrði afleiðingin? Sú, að enginn yðar mundi svo mikið sem gera tilraun til þess að standa upp. Og þetta kemur af því, að alt vort starf, hið smæsta sem hið stærsta byggist á trú, trú á það að vér getum framkvæmt það. Vér getum aldrei liaft fyrirfram neina óyggjandi vissu um, að vér getum þetta eða hitt. Vér höfum ekki einu sinni vissu fyrir að lifa næsla augna- hlik. Vér verðum að trúa þvi eins og öllu öðru, sem heyr- ir framtíðinni til. Því sterkari og lieilli sem trúin er á það, að eitthvert starf hepnist fjæir oss, þvi ótranðari og öruggari leggj- um vér fram krafta vora til þess. Þvi veikari sem trúin er, þvi meiri verður liálfvelgjan og hikið. Og vanti trúna með öllu, verður starfið lieldur aldrei hafið. Þannig verð- ur þá trú vor jafnvel í þessum allra hversdagsleguslu efnum oss meginhjálpin í störfum og framkvæmdum. Það er trúin, sem vekur viljann til átaka, það er hún, sem leysir úr læðing'i orkuna í sjálfum oss, og beinir henni í eina átt, að einu marki, þangað, sem trúin vísar. Vanti trúna, þá vantar líka viljann og máttinn, eða rétlara sagt, mátturinn og' orkan eru að vísu til, en þeim er ekki hægt að beita af því að trúna vantar. Leitið þér nú bara sjálf í hugum yðar og reynið að muna eftir því, hvort þér hafið nokkurn tíma á æfinni ótilneydd hafið það starf, sem þér höfðuð ekki minsta snefil af trú á, að mundi hepnast fyrir yður? En úr þvi vér erum nú farin að tala um þetta, þá langar mig til að spyrja yður að einu. Haf- ið þér nokkurn tíma séð móðursjúkan sjúkling? Líkami hans virðist vera alveg heilbrigður. En þó fæst sjúkling- urinn ekki til þess að klæða sig. Hann getur ekkert vik gert, og naumast lireyft sig í rúminu. Hvernig stendur ú þessu? Hvað er að? Það er hara þetta, að trú hans,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.