Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 13
KirkjuritiS.
Er trúin hégómi?
227
una sem liann ann ástina sína eða elskuna. En ástin sjálf,
hún er livorki konan sem vér unnum eða barnið sem
vér elskum, fremur en trúin er trúarkenningarnar, held-
ur er ástin tilfinning í brjósti vor sjálfra. En eins og
ástin beinist jafnan að einhverju sérstöku, hvort heldur
l>að eru aðrir menn, ættland og óðal eða lmgsjónir og
hugðarefni, þannig beinist einnig trúin í vissar áttir,
verður trú á eitthvað, trú á sjálfa oss, á mátt vorn og
megin, trú á aðra menn eða málefni og' trú á æðri verur,
guði eða Guð.
Nú geta verið mjög skiftar skoðanir manna um það,
hvers virði það raunverulega sé, sem oss þykir vænt um.
Það, sem ég elska heitast, kann þér að standa gjörsam-
lega á sama um. Og ekki eru síður skiftar skoðanir um
hitt, hvers virði þær trúarkenningar séu, sem menn trúa
á og hafa trúað á á hinum ýmsu tímum. Um þær kenn-
ingar má lengi deila og hefir löngum verið deilt Það,
sem ég trúi heitast á og trevsti hezt, kann þér að virðast
hégómi og fjarstæða. En trú og ást verða aldrei rétti-
lcga metnar eftir því, livað menn elska eða hverju þeir
h'úa. Það er ekki hægt að tala um rétta ást og rétta trú, eða
ranga ást og ranga trú. Nei, vér verðnm að nota á þetta
annan mælikvarða og aðra vog. Vér verðum að meta trúna
cins og aðrar tilfinningar vorar eftir magni hennar og
styrkleika. Trúin er þá ýmist mikil eða lítil, veik eða
sterk. Þannig dæmdi líka Kristur um trúna. Hann talaði
aldrei um rétta trú eða ranga, en lumn talaði oft um
udkla eða litla trú.
Af því, sem ég hefi nú tekið fram, vildi ég að öll-
um vður mætti verða það ljóst, að trúin og trúarkenn-
iugarnar eru alveg sitl hvað, og að þessu tvennu má
ekki blanda saman. Trúin er á sama hátt og ástin til-
finning mannshjartians, hneigð, sem þó ávalt beinist
uð einhverju sérstöku, þvi sem vér elskum, eða því
sem vér trúum á.
1 raun og veru eru trú og ásl náskyldar og fylgjast