Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 10
Júní.
ER TRÚIN HÉGÓMI?
Markúsarguðspjall skýrir svo frá, að Jesús hafi eitt
sinn sagt þessi djörfu orð: „Sá getur alt, sem trúna hef-
ir.“ Mörg' önnur orð Krists ganga í sömu átt og sýna það
svo ljóslega að ekki verður um vilst, að Jesús hefir litið
á trúna sem eitt af allra dýrustu verðmætum manns-
andans. Hann er ekki aðeins sannfærður um, að trúin
veiti mönnunum kraft og styrk i starfi þeirra og stríði,
heldur sé trúiu einnig megnug ])ess, að hrinda af stað
undursamlegum lækningum líkamlegra meina, ef hún
er lieil og sterk, og að með liennar tilstyrk megi jafnvel
gera undur og kraftaverk.
Þessi ummæli Ivrists um trúna eru nú orðin nær 19
alda gömul, og' margt hefir breyzt síðan þau voru sögð.
Tímarnir hafa breyzt. Menningin hefir breyzt. Og
mennirnir liafa breyzt lika að ýmsu leyti. Ýmsir telja
sig nú vita miklu meira og betur um þessi mál heldur
en Kristur, og segja að kenning lians um mátt og ágæti
trúariunar sé nú orðin úrelt og barnaleg'.
Slíkir menn halda því nú fram, að trúin sé í raun og
veru ekki annað en meinlaus vitleysa, ef vitleysan er þá
nokkurn tíma meinlaus, sem ég persónulega efast ldár-
lega um, vitleysa, sem að vísu einstaka gamalt fólk og
taugaveiklaðar konur séu ennþá að burðast með, en sem
brátt muni þó hverfa með öllu, og dagar trúarinnar
verða taldir. Þeir telja trúna ekki vera annað en eins-
konar nautnameðal, sem fáeinir volaðir vesalingar
gleypi í sig sér til tjóns, líkt og' ópíum eða þá tóbak og
brennivín, svo að maður noti orð eins hinna nýju spá-
manna. Þessvegna beri að útrýma trúnni og vernda
fólkið gegn áhrifum hennar.