Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 32
246 H. K.: Arnór Árnason. Júní. vígðist hann að Tröllatungu og settist að á Felli, seni fyr segir, Þar var liann prestur til 1904, að liann sagði af sér og reisti bú á Ballará, ættaróðali konu sinnar frú Bagnheiðar. En 10. maí 1907 fékk hann veitingu fvrir Hvammsprestakalli, en lét af prestskap fyrir ald- urs sakir 1935. Settist hami þá að á Fossi á Skaga hjá vinafólki sínu, enda gat hann ekki liugsað til að yfir- gefa sveit sína og hennar málefni og' tók liann þátt í þeim til dauðadags, Hann sat sýslufund fyrir sveil sína í marz síðastliðnum, en veiktist upp úr því og andaðist þann 24. apríl á heimili sýslumannshjónanna hér á Sauðárkróki, frú Stefaniu dóttur sinnar og Sigurðar Sigurðssonar frá Vigur. Hann var jarðaður hér á Sauðárkróki 10. maí. Helgi Konráðsson. NÝTT RIT UM SAMSTOFNA GUÐSPJÖLLIN. Um síðustu áramót kom út í Englandi allmikið rit um Sam- stofna guðspjöllin, Matt., Mark. og Lúk., að höfundi j)ess tátn- um, John Chapman, ábóta í klaustri Benediktsmunka. Er rit þetta allmerkilegt fyrir J)að, að ábótinn hafnar þar algerlega og ræðst á þá almennu skoðun um aldur og uppruna Samstofna guðspjallanna, að Markúsarguðspjall sé elzt og frum- legast þeirra. Tveggja heimildakenningin svokallaða (Mark. og Q) er einnig að hans dómi alröng og með öllu óþörf til að skýra, á hvern hátt Matteusar- og Lúkasarguðspjöll urðu til. Skoðun Chapmans er sú, að Matteusarguðspjail sé elzt Samstofna guðspjallanna og fyrst ritað. Næst að aldri sé Mark. og þá Lúk. Skoðun hans er fyllilega athugunarverð, því að rök þau, er hann færir máli sínu til sönnunar, eru guðspjöllin sjálf, lesin og borin saman af lærdómi, skarpskygni og sannleiksást. Nýja testamentis-fræðingar enskir vilja ekki að svo komnu láta uppi skoðun sína á riti þessu, en telja það alllært og athug- unarvert. Bókin er gefin út hjá I.ongman’s Green & Co., I.ondon. Kost- ar í bandi 25 s. Einur Sturlaiigssoii.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.