Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 23
Kirkjuritið.
Er trúin hégómi?
237
geyma í brjósti örugga og sterka, bjarta og lieila, en þó
skynsamlega og öfgalausa trú á mátt sinn og megin, á
land sitt og samborgara, en þó um fram alt á eilifðar-
eðli mannanna og alkærleikans Guð, með þeirri ósk
hið ég þann Guð, sem ég tigna og vil þjóna, að gefa, að þér
öll í nútíð og framtíð megið finna og reyna þann óendan-
lega styrk og þá miklu djörfung', sem trúin veitir þeim,
sem á hana, svo að þér fvrir eigin reynd komist að raun
um, að trúin er ekki hégómi, heldur hnossið æðsta og
bezta, fjársjóðurinn sem aldrei má glatast.
Sveinn Víkingur.
MINSTA KIRKJA I HEIMI
stendur í Guernsey á Channeleyjum. Hún hefir verið i smíðum
i 40 ár og aðeins einn munkur Unnið að byggingunni. Nú er
kirkjan fullger að kalla, og munkurinn orðinn sjötugur.
Vesturheimsmaður bauð nær 30000 kr. fyrir kirkjuna og ætl-
aði að flytja hana vestur um haf í heilu lagi. En boði hans
var hafnað.
Veggir kirkjunnar og loft eru prýdd myndum úr skeljum og
smá postulinsbrotum. En postulínsbrotin fékk munkurinn frá
bæjarbúum. Sumir, sem sóttu kirkjuna heim, gáfu henni lítil
likneski.
Kirkjan rúmar aðeins sex menn. Altarið er fagurt og yfir því
mynd af Maríu mey, hvorttveggja úr brotnu postulíni. Undir er
kröptur og annað altari þar.
Munkurinn hefir einnig gert fagran helli niðri við kirkjuna.
Þangað fer fólk daglega til bænahalds.