Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 29
KirkjuritiS.
Arnór Árnason.
243
að höfðingsskap, gestrisni og greiðasemi. Heimili prests
i sveit er merkilegur þáttur í starfi lians og ekki sá
þýðingarminsti, einkum þar sem messur verða fáar sök-
um fólksfæðar og anna, því að þá bætir það upp skort
á kynnum við ýms önnur störf prestsins, messur og em-
hættisstörf. Heimili séra Arnórs á Felli í Kollafirði, þar
sem hann var prestur fyrstu 18 árin, varð víðkunnugt.
Stefán skáld frá Hvítadal minnist þess i ritgerð í „Ið-
unni“ XI. árg. á þessa leið: „Var staðurinn á Felli á
dögum séra Arnórs Arnasonar viðfrægur að rausn og'
góðgerðum. Fell har hátt í þá daga“. Kendi séra Arnór
þá ungum mönnum undir skóla, en margir unglingar
dvöldu hjá honum árum saman.
En kona hans, frú Stefanía Sigríður Stefánsdóttir,
var mentuð kona og listhneigð. Tók hún ungar stúlkur
lil náms. Var þá fjölment heimili á Felli, en auk þess
tók séra Arnór þá strax þátt í málefnum sveitarinnar.
Frú Stefania andaðist eftir 7 ára hjónaband árið 1893.
Ari síðar kvongaðist séra Arnór Ragnheiði Eggerts-
dóttur, Stefánssonar Eggerz. Var hún einnig mesta
merkiskona. Sigurður Sigurðsson frá Vigur segir um
hana í eftirmælum eftir séra Arnór: „Hún var framúr-
skarandi góðhjörluð og nærfærin við þá, sem sjúkir
voru og lasburða. Var það ósjaldan, að prestskonan í
Hvammi var utan heimilis, hjúkrandi sjúkum víðsveg-
ar i prestakallinu“.
Séra Arnór var sjálfur mjög' ljúfur á heimili og góður
lieimilisfaðir fjölskyldu sinni og hjúum. Tók hann slikri
trygð við fólk, sem hjá honum var, að liann hafði orð
á því einhvern tíma á efri árum sínum, að aldrei hefði
neinn farið svo hurt af sínu heimili, að hann sæi ekki
eftir honum.
Þegar sv'o þar við bættist, að presturinn var ráð-
hollur þeim, sem til hans leituðu, og að liann var mjög
oeigingjarn og slórvirkur í störfum fyrir sveit sina,
en greiðvikinn og hjálpsamur þeim, er áttu bágt, þá