Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 37
KirkjuritiíS.
Innlendar fréttir.
251
Bjarnasonar, þar seni hann gerði fyrst heyrinkunna hugmynd
sína, og liafa væntanlega margir lesið hann. Þá hafa sjálfsagt ýmsir
lesenda vorra hlustað á útvarpserindi séra Björns O. Björnssonar
um málið í fyrra haust. Ymsir kirkjulegir fundir hafa tjáð sig
hlynta málefninu og nú á síðasta héraðsfundi Kjalarnesprófasts-
dæmis var stigið spor, sem væntanlega markar upphaf nýs og
þroskameiri þáttar í sögu málsins, með stofnun „Félagsins Vida-
lins klaustur í Görðurn". Meðal stofnendanna eru vígslubiskup
herra Bjarni Jónsson, borgarstjórinn í Reykjavik Pétur alþing-
ism. Halldörsson, fyrv. borgarstjóri Knud Zimsen, Matthías Þórð-
arson fornmenjavörður, Jens Bjarnason (höfundur málsins), Ás-
mundur Guðmundsson prófessor, séra Björn Magnússon dósenl,
Sigurgeir Gislason í Hafnarfiði, séra Halldór Jónsson á Reyni-
völlum, Jóhannes listmálari Kjarval, Jochum Eggertsson rithöf-
undur, séra Björn O. Björnsson, séra Garðar Svavarsson, Sigur-
björn Einarsson fil. cand., Sigurbjörn Þorkelsson kaupmaður,
Ólafur Ólafsson kolakaupmaður, Eyjólfur Einarsson í Keflavik og
Signnmdur Sveinsson. Sumir þessara manna voru að vísu ekki
á héraðsfundinum. — Félagar ráða sjálfir árstillögum sínum og
eru þau flest, enn sem komið er, frá 2 og upp í 10 krónur, en
þess er eindregið óskað, að menn, karlar og konur, sem eru mál-
efninu hlyntir, en telja sér eðlilegra með tilliti til ástæðna sinna
að greiða minna en 2 krónur, láti það ekki hamla sér frá þvi að
gerast félagar, heldur skipi sér í fylkinguna með sitt krönutillag;
það mætti altaf færa sig upp á skaftið, ef að ástæður yrðu hag-
feldari. Ekki ætti heldur að' vera neitt þvi til fyrirstöðu, að efna-
menn, er telja málefnið líklegt til þjóðþrifa, skrifi sig fyrir meira
en 10 kr. árstillagi. Annars er auk hinna föstu árstillaga gengið út
frá aukaframlagi af hálfu manna, er finna sig kallaða til þess.
Pegar fyrir stofnun félagsins hafði fjörgamall bóndi á Vestfjarða-
kjálkanum gefið 100 kr. til málefnisins og stofnað með því sjóð
þess. Guð launi honum það! Aðrar 100 kr. gaf maður nokkur
félaginu við stofnun þess og nefndist sá „Leiðólfur". Smávegis
kostnaður af félagsstarfimi hefir verið greiddur úr vasa áhuga-
nianna. Enda er svo ákveðið í stofnskrá félagsins, að föst árstil-
'ög og jafnvel almenn aukaframlög megi ekki snerta nema til
beinna framkvæmda á sjálfu málefninu, m. ö. o. ekki til að
standa straum af rekstri félagsins. Verður fé til hans því að koma
■sem framlag áhugamanna í hvert sinn eða með einhverjum þvi-
líkum hætti. Með þessu lagi er trygt, að árstillög og almenn auka-
framlög gangi beint til hinnar væntanlegu stofnunar og misfarist
ekki hið allra minsta í vafasaman fyrirgreiðslukostnað. En félag-
inu ætti ekki að vera fjárvant fyrir því til nauðsynlegrar starf-