Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 12
Júni.
226 Sveinn Víkingur:
áþreifanlega í ljós i deilum manna og unitali um þessi
mál. Það er heldur ekki lausl við, að málvenjan sjálf
villi liér sýn og rugli fyrir mönnum þvi, sem raunveru-
iega er fólgið í orðinu trú. Venjulega þegar talað er um
trú, þá er i rauninni alls ekki verið að ræða um trúna
sjálfa, heldur um það sem trúað er, trúarkenningarnar,
trúarlærdómana. trúarsannindin. Það er þetta, sem svo
oft í daglegu tali er ranglega nefnt trú. I þessum ranga
skilningi tölum vér um margskonar trú og nefnum liana
ýmsum nöfnum, kristna trú, Bramatrú, Búddatrú eða
Múhameðstrú, svo nefnt sé það allra algengasta, og
eigum þá æfinlega við, ekki trúna sjálfa, Iieldur það
sem trúað er, þau Irúfræðikerfi og þær kenningar, sem
einkenna livert þessara trúarbragða um sig. Og af því
að trúarlærdómarnir eru mismunandi og ólíkir, jafnvel
hver öðrum gagnstæðir að ýmsu leyti, þá leiðir hinn
rangi skilningur á orðinu trú einnig til þess, að vér för-
um að tala um rétta trú eða ranga, eftir því hvernig
oss falla lærdómarnir í geð. Þegar Búddatrúarmaðurinn
til dæmis telur kristindóminn ranga trú, þá eru það
trúarkenningarnar, sem liann á við en ekki trúin sjálf.
A sama hátl telja kristnir menn Múhameðstrú ranga
trú af þvi, að trúarkenningar hennar eru öðruvísi og
aðrar en kenningar kristninnar.
Túarkenningar og trú eru alveg sitt hvað, og má því
aldrei rugla því saman. Trúarkenningarnar eru þau
sannindi eða lærdómur, sem hinn trúaði maður trúir
eða treystir á, og þær kenningar eru misjafnar i liinum
einstöku trúarbrögðum. En trúin er hæfileiki eða hneigð
í mannsbrjóstinu sjálfu. Til þess að skýra þetta nánar
getum vér tekið aðra tilfinningu eða hneigð náskylda
trúnni. Það er ástin. Ástin er ekki það sama og það sem
elskað er. Jafnvel þó vér í daglegu tali ruglum þessu
tvennu oft saman. „Sofðu unga ástin mín“ lætur Jóhann
Sigurjónsson Höllu í Fjalla-Eyvindi syngja við barnið
sitt. Og mörgum manninum verður það, að nefna kon-