Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 38
252
Ei’lendar fréttir.
Júni.
semi málefnisins vegna. Sé málefnið drottins og sé handleiðslu
leitað i starfinu, þarf engu að kvíða í þvi efni. Menn, sem gefið
liafa sig og silt drotni á vald, og aðrir, sem trú hafa á þvi, að
þjóðinni sé því betur borgið, því betur kristin sem hún sé, þeir
munu fylgjast með félagsstarfinu og leggja fyrir félagsstjórnina
að gera sér viðvart, þegar hún þarf að kosta einhverju til.
Menn úti nm laml, sem velviljaðir eru málefninu, ern beðnir
að veita því athijgli, að félagið þarf að hafa umboðsmenn í
hverju prestakalli og helzt hverri sókn, er taki á móti áskrift-
um og greiðslum. Finna Hallgrímsnefhdirnar sig ekki kallaðar
til þess, að taka að sér málefni Vídalínsklauslurs í Görðum?
Menn úti um land, er óska þess að komast á einn eða annan
hátt í samband við félagið, settu að snúa sér til séra Björns
Magnússonar dósents, Laugavegi 40, Reykjavík, unz annað verður
anglýst. Félagsmaður.
ERLENDAR FRÉTTIR.
Dr. Björn B. Jónsson
prestur í Winnipeg og fyrv. forseti Evangelisk-lúterska kirkju-
félagsins með íslendingum í Vesturheimi andaðist í f. m. Minn-
ingarorð um þennan merka landa vorn verða að bíða næsta
heftis Kirkjuritsins.
Ensk Biblíu-sýning.
í tilefni þess, að liðin eru nú 400 ár siðan Thomas Cromwell,
ráðherra Ilinriks VIII, gaf út.þá tilskipun, að eitt eintak af
enskri Biblíu skyldi vera í hverri kirkju landsins, er nú lialdin
sérstök Bibliusýning i British Museum i London. Þar eru til
sýnis allar þær þýðingar á enska tungu, sem til eru af Biblíunni
allri og einstökum bókum hennar, frá því fyrsta til þessa dags.
Elzta þýðing Heil. Ritningar í Englandi var gerð á engil-
saxnesku á 9. öld e. Kr. Var það orðaþýðing — þannig að
latneski texinn var þýddur orði til orðs og þýðingin skrifuð
inn á milli lína latneska textans.
Sú þýðing Biblíunnar, sem almennast er nú notuð i Englandi,
er frá árinu 1011. Endurskoðuð og endurbætt þýðing kom út
árið 1884, en þýðing sú hefir ekki náð útbreiðslu.
Fyrir skömmu var því hreyft í blöðum á Englandi, að gera
þyrfti nýja þýðing af Biblíunni, en frekar mun sú skoðun eiga
fáa formælendur. Málvöndunarmenn í Englandi telja Biblíu-út-
gáfuna frá 1011 á svo fögru máli og hreinu, að þar verði vart
breytt um til hins betra. Einar Sturlaugsson.