Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 20
234
Sveinn Víkingur:
Júní.
ur, sem algerlega skortir trúna á sjálfan sig. Hann er
óstarfhæfur sjúklingur. Það er ekki heldur heilbrigður
niaður, sem á engan hátt trúir eða treystir öðrum mönn-
um. Vér mundum sennilega nefna liann sinnisveikan
eða geðveikan. En allra síst getur sá maður talist heil-
brigður á sál, sem á engan tilgang trúir í tilverunni, eng-
in æðri öfl, engan Guð, heldur lítur á líf sitt og annara
sem þá lönguvitleysu, þar sem aðeins ræður blind hend-
ing og miskunnarlaus tilviljun.
Eins og ég hefi þegar tekið fram, þá lýsa trúaðir menn
reynslu sinni þannig, að guðstrúin leysi hjá þeim
hundna orku, stæli viljann og styrki þróttinn. Þetta er
ekkert sérkenni guðstrúarinnar. Þetta gerir öll trú. Að
þessu leyti er því trúin ótvírætt verðmæti, sem vér meg-
um ekki missa. Lamaðri trú fylgir lamaður vilji, lam-
að þrek.
En þetta er ekki nema önnur hlið trúarreynslunnar,
eins og ég hefi þegar tekið fram. Eftir er hin hliðin, sú,
að trúaðir menn á æðri öfl, stjórn og handleiðslu halda
því fram, að þeir komist i beint samfélag við slíka veru
eða verur, og fái frá þeim beina hjálp, kraft og huggun.
En livernig komumst vér yfirleitt í samfélag við aðra
menn? Ég á við andlegt eða sálrænt samfélag. Verður
það samfélag ekki æfinlega að byggjast á trausti og trú
og ást? Getur þú komist í samfélag við nokkurn mann,
sem þú hvorki elskar eða treystir? Er ekki ástin og trú-
in hrúin á milli mannanna hér á jörð? Eða munduð þér
nokkuru sinni reyna að leita huggunar hjá þeim, sem þér
hvorki berið til hlýjan hug né treystið í neinu? Það hef-
ir verið sagt, að ekki væri liægt að hjálpa þeim, sem ekki
vill hjálpa sér sjálfur. En ég vil bæta því við: Það er ekki
hægt, það er bókstaflega ómögulegt að hjálpa þeim
manni, sem ekki trúir, ekki treystir í neinu þeim, sem
hjálpa vill og hjálpað getur. Þó ég væri allur af vilja
gerður, þá get ég ekki hjálpað þeim, sem ekki treystir
mér og ekki vill þiggja hjálp mína. Ég get ef til vill