Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 5
Kirkjuritið. Kveðja lil fullnaðarprófsbarna.
219
inn í það moldvirðri eigingirni og hnefaréttar, kulda og
kærleiksleysis, sem heimuriun er haldinn af. Og' við
spyrjum kviðafull: Hvað verður um ykkur í þvi óveðri?
Og þá er það, sem liver vandamaður ykkar og velunnari
óskar þess heitt og innilega, að þið eigið í sál ykkar eitt-
hvert það leiðarljós, sem lýsir ykkur og vermir á þeirri
villugjörnu leið, þeir óska þess lieitt og innilega, að tek-
ist hafi að styrkja svo og treysta beztu eðlisþættina í
skapgerð ykkar, að óvættur illgirninnar og hnefaréttar-
ins nái aldrei tökum á ykkur og að eiturnautnirnar fái
ekki sogið úr ykkur merg og mátt og gert ykkur að
stefnulausum ráðleysingjum. — Á hinn hóginn vitum
við það, að lífið er og verður dýrðlegt hverjum þeim ein-
staklingi og systkinahóp, hvort heldur er stór eða smár,
er setur kærleiksboðskapinn sem mark og mið lífs sins,
og lifir og siarfar samkvæmt þvi. Þessvegna er það nú
mín heitasta ósk, á þessari skilnaðarstund, að þau fræ-
korn, er drottinn kærleikans hefir sáð i hugi vkkar og
lijörtu, og við höfum af veikum mætti reynt að hlúa að,
mætti hera blessunarríka ávexti í lífi ykkar og starfi,
livar sem leiðir ykkar lig'gja, svo að ykkur mætti auðn-
ast, að jjreiða út frá vkkur vl og birtu inn í lif þeirra, er
með ykkur lifa og starfa. Þá munuð þið verða gæfunnar
hörn þrátl fvrir alt, og á þann eina hátt getið þið orðið
öðrum mönnum að verulegu li'ði.
Og skiljum nú í ])eirri von og trú, að sú stund hljóti
að renna upp innan skamms, e. t. v. er sú stund einmitt
dagurinn í dag, er miljónir æskumanna um allan heim
strengja þess lieilög lieit, að útrýma illn aldarfari, öll-
luu kulda og kærleiksleysi úr lífi mannanna, en vígja lif
sitl máttaröflum sannleikans og hróðurhugans. Og biðj-
nni þess af allnig og væntum þess, að þið gangið öll und-
ir merki slíkra vormanna.
Ivveð ég ykkur svo með þeim heztu óskum, sem ég á
td. Við kennarar ykkar þökkum ykkur hjartanlega öll
samveruárin. Þótt eitthvað hafi e. I. v. borið við, sem