Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 9
lvirkjuritið.
H. S.: Vaglaskógui'.
223
Og svo þegar sumarið slokknar,
að síðustu í þínum trjám,
er blað livert sem brunninn kveikur
og biðjandi liggurðu á bnjám,
þvi stormarnir stofnana bevgja,
þú starir, þin hrygð er sár;
það liraka þau þil, sem þú bygðir
með baráttu í þúsund ár.
Er fannskýin sagast í flygsur
á fjallanna stórtentu sög
og fjúk er um lyngmóa og lundi,
lautir og heiðadrög,
þá skilst þér það, Vaglaskógur,
bve skanunæ er lífsins gjöf.
Þá leggurðu vor þitt og vonir
i vetrarins marmaragröf.
Þig dreymir einmana á ísnum
um ókunnra skóga þvt;
og næst áttu vorið í vændum
með vængjaðra daga glit.
Ég vona, að þú vaxir að hátign
og víkkir þín súlnagólf.
Ég vona, að þú vakir og yrkir
unz veraldarklukkan er tólf.
Helgi Sveinsson
frá Hraundal.