Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 19
Kirkjuritið.
Er trúin liégómi ?
233
hégómi? Auðvitað er þetta fjarstæða, og þú getur ekkert
sannað mér í þessu efni. En samt treystir þú vini þínum
og trúir á hann, og þú gerir rétt. Af þessu ætti oss að
geta orðið það ljóst, að trú vor liggur einmitt á því sviði,
þar sem fullar sannanir skortir. Annars væri hún ekki
trú, heldur fullvissa um staðreyndir. Þegar þvi á að dæma
um gildi trúarinnar, hvort heldur það er trú á mátt og
megin, mennina eða Guð, þá er það ekki meginatriðið,
livílíkir þeir menn eru, sem vér trevstum, þeir eru sjálf-
sagt misjafnir eins og gengur, ekki heldur er það höfuð-
atriðið, hverir séu eiginleikar þess Guðs, sem vér trúum
á. Um það efni eru líka skoðanirnar skiftar í hinum
ýmsu trúarbrögðum. Nei, meginatriðið er þetta: Er trú-
in, trúin sjálf til gagns eða ógagns? Er hún verðmæti
eða hégómi?
Til þess að svara þessu, að því er guðstrúna snertir,
verðum vér eðlilega að leita til þeirra, sem guðstrúna
hafa átt og eiga, og i öðru lagi til venjulegrar heilbrigðr-
ar skynsemi. Og hvað segja þá trúmennirnir um þessi
efni? Þeir segjast finna áhrif guðstrúarinnar einkum á
tvennan liátt. Trúin leysir bundna orku í þeim sjálfum,
svo að þeh- finna aukið hugrekki, djörfung, þrek og gleði
i starfi og baráttu, erfiðleikum og sorg, og aukna sið-
íerðilega festu. En þeir finna einnig meira. Þeir finna
þann Guð, sem þeir trúa á og treysta. Þeir segjasl kom-
asl i undursamlegt samfélag við hann. Þeir finna strevma
til sín frá honum nýja krafta, huggun og frið. Þessi er
þá trúarreynslu þúsunda manna enn i dag. Þessi á-
hrif hefir guðslrúin á menn, ef hún á annað borð er
heil og sterk. Er nú þetta veiklun? Hvað virðist vður?
Gr það veiklun að finna Iifsþróttinn magnast, lífsgleðina
vaxa og viljann stælast til starfs og' átaka? Er það ekki
þvert á móti veiklun, þegar þrótturinn minkar, lífs-
gleðin þver og viljinn slappast? Nei, trúin er áreiðanlega
ekki veiklun, heldur er það trúleysið, sem er veiklun og
her vott um sjúkt sálarlíf. Það er ekki heilbrigður mað-