Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 18
Júní. 232 Sveinn Víkingur: En trúin á aðra menn, ekki síður en trúin á eigin mátt og megin, getur orðið viðsjárverð, ef skynsamlegs liófs er ekki gætt. Oftrú á aðra menn getur leitt margan í gönur og valdið sárum vonbrigðum, vegna þess að ýmsir menn eru svo ófullkomnir og' gallaðir, að þeir verðskulda eigi fullkomið traust. Þeir misnota traustið eða bregðasl því, jafnvel þegar mest reynir á. En engu að síður, er trúin á mennina oss nauðsynleg í skynsamlegu hófi. Og alger vöntun á slíkri trú er beinlinis veiklun, sálarleg veiklun, á sama hátt og trúleysi manna á sjálfa sig er veiklun, sem gerir menn að lítt sjálfbjarga vesalingum. Þá kem ég að þriðja og víðtækasta stigi trúarinnar, trúnni á æðri verur, trúnni á Guð. Enda þótt trúin á mátt sinn og megin og trúin á mennina sé oss öllum harla mikilsverð iijálp, þá er slíkri trú ávalt þröngur staklair skorinn og benni oft liarla ömurleg takmörk sett. Þess- vegna liafa menn heldur aldrei getað látið sér nægja slíka trú eingöngu, að minsta kosti ekki til lengdar. Þeir liafa stefnt hærra. Þeir hafa trúað á tilgang' og' takmark í tilverunni og mannlífinu. Þeir haf trúað á æðri mátt en þann, sem bjó í þeim sjálfum. Þeir hafa trúað á eilífð- ina og Guð. Og þá er að spyrja: Er slík trú hégómi? Er hún vitleysa eða veiklun, sem á að vinna gegn og upp- ræta? Eða er bún það dýra lmoss, sem oss öllum ber að efla og hlúa að? En nú kynni eillhverl yðar að vilja koma fram með óþæg'ilega athugasemd og seg'ja við mig eitthvað á þessa leið: Heyrðu, prestur góður! Viltu ekki byrja á því að sanna, að til sé algóður Guð og þá skal ég trúa á liann, en ef þú getur ekki sannað þetta, er þá ekki guðstrú þín í raun og veru hégómi? Þessu svara ég með nýrri spurningu, og alveg samskonar tilmælum i þinn garð: Sanna þú mér, að sá maður sem þú trúir og treystir bezt, muni aldrei bregðast hvorki mér eða þér, og' þá skal ég trúa honum, en ef þú getur ekki sannað mér þetta, er þá ekki trú þín á þinn bezta vin einber

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.