Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 22
Sveinn Víkingur:
•Túni.
236
ir trúna getum vér sótt til þeirra bæði hugg'un og kraft.
Virðist því ekki nema tvenl til fyrir oss, ef vér viljum
meta gildi trúarinnar rétt, og það vona ég að við viljum
öll, annaðhvort að hnekkja með skynsamlegum rökum
þvi, sem ég hefi hér að framan sagt um trúna, eða að
öðrum kosti viðurkenna, að trúin sé ekki liégómi — við-
urkenna verðmæti hennar og gildi.
Ef það er rétt, sem trúarmennirnir lialda fram sem
reynslu sinni, og liverir ættu að vita betur um þessi efni
en einmitt þeir, ef það er rétt að trúin sé hrúin á milli
vor og þess, sem vér trúum á — farvegurinn, sem huldir
kraftar streyma um til vor sjálfra, er þá hægt að loka
þeim farvegi og brjóta þó hrú, nema hiða við það tjón
á sálu sinni. Og ef til eru umhverfis oss æðri verur og
ósýnileg máttarvöld, ef til er kærleikans og máttarins
Guð, sem vill hjálpa oss og styrkja oss, órar yður þá
fyrir þeim krafti og þeirri dýrð, sem til vor gæti streymt
frá honum, ef vér sjálf leggjum oss fram til þess að halda
farveginum opnum — byggjum sterka brú trúarinnar
milli vor og hans. Það var á sannfæringunni um mögu-
leikana til að öðlast þann kraft kraftinn af hæðum,
sem orð Jesú voru reist, þau sem ég gat um í upphafi:
Sá getur alt sem trúna hefir.
En eins og trúin á eigin mátt og megin getur lent út í
þær öfgar, eins og ég hefi þegar drepið á, að verða að
heimskulegri framhleypni og hlægilegu gorli, eins og
trúin á aðra menn getur, er hún fjarlægist heilbrigða
skynsemd og dómgreind, orðið að háskalegri oftrú eða
oftrausti, er seinna getur valdið oss sárri kvöl, sorgleg-
um vonhrigðum og djúpum sárum, þannig getur einnig
trúin í æðsta skilningi þess orðs, guðstrúin sjálf, leit inn
í þá myrkviðu þröngsýnis og ofstækis, þar sem sólgeisl-
ar heilbrigðrar hugsunar eða vísindalegrar þekkingar
ná ekki til. Þar í liggur sá liáski fyrir vora andlegu heil-
hirgði, sem þjóðin jafnan þarf og' jafnan á að varast.
Með þeirri ósk og von, að íslenzka þjóðin megi jafnan